Í hennar stað hefur Norvik ráðið Hörpu Vífilsdóttur sem fjármálastjóra og hefur hún störf í byrjun júní. Harpa er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og með framhaldsmenntun í endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að vera löggiltur endurskoðandi. Hún hefur undanfarin ár starfað sem fjármálastjóri Valitor.

„Ég hlakka til að hefja störf hjá Norvik. Félagið á sér langa og farsæla sögu og við ætlum að halda áfram á sömu braut. Það eru spennandi tímar framundan í fjárfestingartækifærum og auknum vexti innan samstæðunnar. Reynsla mín af sjálfvirknivæðingu mun koma að góðum notum hjá Norvik og dótturfélögum. Einnig hef ég alltaf haft mikinn áhuga á sjálfbærni og er stolt af því að ganga til liðs við góðan hóp starfsfólks sem leggur hönd á plóg í þeim málum,“ segir Harpa Vífilsdóttir.

“Við erum afar ánægð að fá Hörpu til liðs við Norvik. Hún býr yfir víðtækri reynslu sem styður vel við Norvik og dótturfélög og framtíðar vöxt félagsins. Á sama tíma kveðjum við Brynju sem hefur staðið vaktina undanfarna þrjá áratugi. Fyrir hönd Norvik og dótturfélaga vil ég þakka Brynju fyrir ánægjulegt og gæfuríkt samstarf,” segir Gísli Jón Magnússon, framkvæmdastjóri Norvik, í fréttatilkynningu.