Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og frumkvöðull sendi frá sér færslu á Twitter í kvöld þar sem hann virðist tilkynna að hann sé hættur á samfélagsmiðlinum.
Haraldur hefur starfað hjá Twitter í tvö ár, eða síðan Twitter keypti Ueno af Haraldi.
Two years.
— Halli (@iamharaldur) February 26, 2023
Learned some things. Met some great new friends. Did some good work.
Laughed a lot. Cried a little.
No regrets.
🫡
„Tvö ár. Lærði hluti. Kynntist góðum vinum. Vann gott starf,“ skrifaði Haraldur á Twitter.
„Hló mikið. Grét smá. Engin eftirsjá.“
Haraldur vakti mikla athygli eftir söluna þegar hann tilkynnti að hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni hingað til landsins. Hann vildi gefa til baka í kerfið sem gaf honum svo mikið.