Haraldur Þor­leifs­son, stofnandi Ueno og frum­kvöðull sendi frá sér færslu á Twitter í kvöld þar sem hann virðist til­kynna að hann sé hættur á sam­fé­lags­miðlinum.

Haraldur hefur starfað hjá Twitter í tvö ár, eða síðan Twitter keypti Ueno af Haraldi.

„Tvö ár. Lærði hluti. Kynntist góðum vinum. Vann gott starf,“ skrifaði Haraldur á Twitter.

„Hló mikið. Grét smá. Engin eftir­sjá.“

Haraldur vakti mikla at­hygli eftir söluna þegar hann til­kynnti að hluti kaup­verðsins yrði greiddur með launa­greiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni hingað til landsins. Hann vildi gefa til baka í kerfið sem gaf honum svo mikið.