Haraldur Ingi Þor­leifs­son, stofnandi Ueno, starfs­maður Twitter og bar­áttu­maður fyrir bættu að­gengi hreyfi­hamlaðra í al­mennings­rýmum, var einn af skatta­kóngum Ís­lands í fyrra.

Sam­kvæmt á­lagningar­skrá ríkis­skatt­stjóra, sem lögð var fram í gær, námu mánaðar­laun hans rúmum 102 milljónum króna sam­kvæmt greiddu út­svari.

Að­eins Magnús Steinarr Norð­dahl, fyrr­verandi for­stjóri LS Reta­il, var ofar á listanum en laun hans námu rúmum 117 milljónum króna á mánuði að meðal­tali. Magnús lét af störfum hjá LS Reta­il í fyrra þegar banda­ríska fyrir­tækið Aptos keypti það.

Haraldur Ingi seldi fyrir­tæki sitt, Ueno, til Twitter í fyrra og á­kvað hann að greiða skatt af sölunni á Ís­landi. Vildi Haraldur með því styðja meðal annars við ís­lenskt heil­brigðis- og mennta­kerfi. Við söluna samdi hann um að stærstur hluti kaup­verðsins yrði greiddur með launa­greiðslum og varð hann í kjöl­farið starfs­maður Twitter. Greindi Við­skipta­blaðið frá því í vor að Haraldur hefði greitt um hálfan milljarð í tekju­skatt og launa­tengd gjöld hér á landi frá því að salan átti sér stað.

Haraldur hefur einnig vakið at­hygli með á­takinu Römpum upp Reykja­vík og Römpum upp Ís­land, en mark­mið á­taksins er að tryggja að hreyfi­hamlaðir komist leiðir sinnar, meðal annars við verslanir og veitinga­staði. Á­takinu Römpum upp Ís­land var hleypt af stokkunum í vor og er mark­miðið að byggja þúsund rampa um allt land á næstu fjórum árum.