Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands í Genf, hefur verið kjörinn formaður viðskiptarýni Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO).

Í gær stýrði hann fjarfundi aðildarríkja stofnunarinnar um það hvernig skuli tryggja áframhaldandi starf hennar í ljósi COVID-19 faraldursins og hvernig viðskiptarýni stofnunarinnar geti haldið áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu utanríkisráðuneytisins.

Sem hluti af þessu ábyrgðarhlutverki verður Harald einnig í sérstakri þriggja manna valnefnd fyrir nýjan framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem valinn verður fljótlega til að taka við af Roberto Azevêdo frá Brasílíu, núverandi framkvæmdastjóra.

Grundvallarmarkmið Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (World Trade Organization - WTO) er að auka frjálsræði og tryggja réttaröryggi í heimsviðskiptum og stuðla þar með að hagvexti og efnahagslegri þróun.