Hannes Hólm­steinn Gissurar­son segir um­mæli Gunnars Smára Er­lings­sonar, um að Hannes og fé­lagar höfðu búið til hrunið, vera gjör­sam­lega frá­leit en Hannes skrifaði í gær rit­dóm í Morgun­blaðið um bókina Í víg­línu ís­lenskra fjár­mála eftir Svein Harald Øygard sem var tíma­bundið settur banka­stjóri Seðla­banka Ís­lands árið 2009.

„Mogginn fékk Hannes Hólm­stein til að skrifa rit­dóm um Í víg­línu ís­lenskra fjár­mála, bók Svein Harald Øygard um Hrunið sem Hannes og fé­lagar bjuggu til. Hannes var ekki hrifinn af bókinni,“ skrifaði Gunnar Smári í Face­book hóp Sósíal­ista­flokks Ís­lands í gær en Frétta­blaðið óskaði í kjöl­farið eftir við­brögðum Hannesar við um­mælunum.

Í stað þess að svara Frétta­blaðinu beint birti hann svar sitt á
Eyjunni. Í bréfi Frétta­blaðsins er Hannes spurður hvort hann væri mögulega van­hæfur til þess að fjalla um verkið vegna tengsla sinna, meðal annars við Davíð Odds­son, fyrr­verandi seðla­banka­stjóra og rit­stjóra Morgun­blaðsins.

Færsla Gunnars Smára í Facebook hóp Sósíalistaflokks Íslands.
Mynd/Skjáskot

Segir ummæli Gunnars vera fráleit

„Það hefur alveg farið fram hjá mér, ef Gunnar Smári Egils­son er orðinn ein­hver yfir­dómari um það, hverjir mega og hverjir mega ekki skrifa rit­dóma í Morgun­blaðið,“ segir Hannes í svari sínu en hann sakar Gunnar í kjöl­farið um að vera „af­reks­maður í því að setja blöð á höfuðið,“ og segir hann vera „af­kasta­maður á skoðanir.“

„Gunnar Smári Egils­son segir, að við höfum búið til hrunið. Þetta er enn frá­leitara en þær skoðanir, sem þessi lands­frægi blaða­fellir hefur sett fram um ýmis­legt annað,“ segir Hannes og tekur fram að Ís­land hafi komið sér­stak­lega illa út úr al­þjóð­legu fjár­mála­kreppunni vegna þess hve ó­varið, eitt og ó­stutt landið var.

Hannes segir ýmis atriði í bókinni ekki standast skoðun.
Mynd/Forlagið

Tengslin auðveldi honum að dæma bókina

Þá segir Hannes að Øygard hafi ef­laust viljað vel en hann endur­taki ýmsar mis­sagnir um hrunið vegna skorts á þekkingu. „Það sést líka á listanum um við­mælendur í lok bókar hans, að hann hefur talað við marga í Hrun­mangara­fé­laginu, sem ég kalla svo,“ segir Hannes og tekur fram nokkur dæmi úr bókinni sem hann segir að standist ekki skoðun.

„Sú stað­reynd, að ég sat í banka­ráði Seðla­bankans í átta ár og er í góðu sam­bandi við seðla­banka­stjórana fyrr­verandi, þá Davíð Odds­son og Frið­rik Ingi­mundar­son, og var í góðu sam­bandi við Ei­rík Guðna­son, sem nú er því miður látinn, auð­veldar mér ein­mitt að dæma um bók Øygards, en tor­veldar ekki, því að ég var ná­lægt at­burðunum og þekki til þeirra, en ekki fjar­lægur þeim,“ segir Hannes.