Skúli Gunnar Sig­fús­son, at­hafna­maður sem gjarnan er kenndur við Subway, segir að niður­staða Héraðs­dóms Reykja­víkur, sem í gær vísaði frá dómi máli héraðs­sak­sóknara gegn Skúla vegna reksturs fé­lagsins EK 1923 ehf., sýni enn á ný „handar­bak­svinnu­brögð Sveins Andra sem skipta­stjóra þrota­búsins.“ Þetta kemur fram í til­kynningu frá Skúla.

Þeir Skúli og Sveinn Andri hafa átt í mála­ferlum síðustu misseri í tengslum við þrot EK 1923 ehf., áður heild­verslunin Eggert Kristjáns­son hf. Málið á sér langan að­draganda, og hafa Sveinn og Skúli meðal annars staðið í rit­deilum í kast­ljósi fjöl­miðla.

Frétta­blaðið greindi frá því í nóvember síðast­liðnum að Skúli hefði verið á­kærður af em­bætti héraðs­sak­sóknara fyrir að milli­færa fjár­muni af banka­reikningum um­rædds fé­lags og rýra efna­hag þess í að­draganda þess að fé­lagið var úr­skurðað gjald­þrota. Einnig voru á­kærðir tveir aðrir stjórn­endur, þeir Guð­mund­ur Hjalta­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sjö­­stjörn­unn­ar og Guð­mund­ur Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Stjörn­unn­ar.

Í til­kynningu frá Skúla kemur fram að Héraðs­dómur hafi í gær vísað frá dómi máli héraðs­sak­sóknara gegn undir­rituðum og fleirum. Segir í til­kynningunni að undir­ritaður hafi verið á­kærður fyrir greiðslur á fjórum lög­mætum fjár­kröfum í rekstri fé­lagsins.

„Málið var höfðað í kjöl­far kæru um­deilds skipta­stjóra þrota­búsins, Sveins Andra Sveins­sonar, lög­manns, en í niður­stöðu héraðs­dóms kemur fram að Sveinn Andri hafi ekki getað upp á sitt ein­dæmi lagt fram kæru í málinu. Laga­skil­yrði fyrir út­gáfu á­kærunnar voru því ekki til staðar,“ segir í til­kynningunni.

Með úr­skurðinum var allur sakar­kostnaður felldur á ríkis­sjóð sem og þóknun verj­enda sem á­kvörðuð var tæp­lega tíu milljónir króna.

„Þetta er í annað sinn á fáum vikum sem í ljós koma handar­bak­svinnu­brögð Sveins Andra sem skipta­stjóra þrota­búsins, en í síðasta mánuði tapaði þrota­búið í öllum megin­at­riðum máli gegn Sjö­stjörnunni ehf., fé­lags í eigu undir­ritaðs,“ skrifar Skúli.

„Á sama tíma hefur Sveinn Andri, án heimildar, tekið þóknun út úr þrota­búinu sem nemur eitt­hvað á annað hundrað milljónir króna. Héraðs­dómur Reykja­víkur úr­skurðaði í vetur að Sveini Andra bæri að endur­greiða þá þóknun að fullu. Beðið er úr­skurðar Héraðs­dóms Reykja­víkur um hvort að víkja beri Sveini Andra frá sem skipta­stjóra. Sveinn Andri hefur tafið það dóms­mál með því að kæra dómara málsins til nefndar um dómara­störf. Auk þess hefur Sveinn Andri krafist þess að dómarinn verði úr­skurðaður van­hæfur, enda hljóti honum að vera per­sónu­lega í nöp við sig þar sem hann hefur ekki úr­skurðað í sam­ræmi við kröfur Sveins Andra.“