Innlent

Halla verður forstjóri hjá Richard Branson

Athafnakonan Halla Tómasdóttir hefur tekur við starfi forstjóra hjá fyrirtækinu B Team. Draumastarfið, segir Halla.

Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, flytur til Bandaríkjanna í sumar.

Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðin forstjóri B Team í New York. Hún flytur með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna og hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Halla segir að um draumasstarfið sé að ræða. Frá þessu greinir hún á Facebook-síðu sinni.

B Team var stofnað fyrir fimm árum af Jochen Zeitz, fyrrverandi forstjóra Puma, og Richard Branson, stofnanda flugfélagsins Virgin Group, en hann er jafnframt talinn einn ríkasti maður heims.

„Þeir eru að endurskilgreina hlutverk fyrirtækja, sem vissulega þurfa að skila hagnaði til að vera sjálfbær, en verða einnig að beita afli sínu í þágu umhverfis og samfélags. Efst á dagskrá eru loftslagsmálin en B Team leggur líka áherslu á að auka fjölbreytni í forystu, á gagnsæi og uppbyggingu trausts á sköpun manneskjulegra vinnustaða og samfélags,“ segir Halla á Facebook. 

Þjóðþekkt fólk í stjórn

Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar sitja í stjórn fyrirtækisins, en það er meðal annars Arianna Huffington, sem stofnaði Huffington Post, og er ein merkasta fjölmiðlakona heims, Mary Robinson, fyrrverandi forstjóri Írlands, Muhammad Yunus, Nóbelsverðlaunahafi, Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna og fleiri.  Halla segir það mikinn heiður að vera treyst fyrir svo stóru verkefni.

Richard Branson stofnaði flugfélagið Virgin Group og er einn ríkasti maður heims.

„Ég hlakka virkilega til að starfa með þessum leiðtogum og frábærum hópi starfsmanna að málum sem ég brenn svo einlæglega fyrir,“ segir hún. Draumurinn sé að Ísland verði í forystu á öllum sviðum.

 „Kæru vinir, ég á mér þann draum að Ísland setji sér það markmið að vera í forystu um að skapa hér sjálfbært og manneskjulegt samfélag og verði þannig öðrum þjóðum fyrirmynd (mögulega fyrsta B þjóðin?). Það gerist ekki að sjálfu sér og krefst hugrakkrar forystu á öllum sviðum okkar samfélags sem og víðtæks samtals og samstarfs. Ég hvet ykkur, hvar sem þið starfið, til að velta því fyrir ykkur hvernig þið getið lagst á árar um að svo verði.“

Með sól í sinni og gleði í hjarta langar mig að segja ykkur að þann 1. ágúst nk. tek ég við draumastarfinu, sem...

Posted by Halla Tomasdottir on Thursday, June 14, 2018

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Samsett hlutfall VÍS endaði í 98,5 prósentum

Innlent

Guide to Iceland stefnir inn á gistimarkaðinn

Innlent

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Auglýsing

Nýjast

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing