Innlent

Hagvöxtur 2,6 prósent á þriðja fjórðungi

Einkaneysla og utanríkisviðskipti voru helstu drifkraftar hagvaxtar á fjórðungnum.

Fréttablaðið/Eyþór

Landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi jókst að raungildi um 2,6 prósent frá sama ársfjórðungi fyrra árs, samkvæmt útreikningnum Hagstofu Íslands

Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 0,5 prósent. Einkaneysla jókst um 5,3 prósent og samneysla um 3,4 prósent á sama tíma en fjárfesting dróst saman um 5,6 prósent.

Útflutningur jókst um 5,1 prósent og innflutningur um 0,6 prósent. Helstu drifkraftar hagvaxtar á þriðja ársfjórðungi, borið saman við sama tímabil fyrra árs, voru einkaneysla og utanríkisviðskipti.

Landsframleiðslan á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 jókst um 5,0 prósent að raungildi borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2017.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing