Innlent

Hagvöxtur 2,6 prósent á þriðja fjórðungi

Einkaneysla og utanríkisviðskipti voru helstu drifkraftar hagvaxtar á fjórðungnum.

Fréttablaðið/Eyþór

Landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi jókst að raungildi um 2,6 prósent frá sama ársfjórðungi fyrra árs, samkvæmt útreikningnum Hagstofu Íslands

Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 0,5 prósent. Einkaneysla jókst um 5,3 prósent og samneysla um 3,4 prósent á sama tíma en fjárfesting dróst saman um 5,6 prósent.

Útflutningur jókst um 5,1 prósent og innflutningur um 0,6 prósent. Helstu drifkraftar hagvaxtar á þriðja ársfjórðungi, borið saman við sama tímabil fyrra árs, voru einkaneysla og utanríkisviðskipti.

Landsframleiðslan á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 jókst um 5,0 prósent að raungildi borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2017.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ríkis­sjóður fær A í láns­hæfis­ein­kunn

Innlent

Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í

Innlent

Marel lýkur 19,5 milljarða fjármögnun

Auglýsing

Nýjast

Icewear lífgar Don Cano við í verslunum sínum

Skotsilfur: Hreiðar úr stjórn Eyris Invest

Geti losað afland­skrónu­eignir að fullu

Bakka­varar­bræður flytja fé­lag úr landi

Raun­gengið lækkaði um fjögur prósent

Örn Al­freðs­son ráðinn fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Auglýsing