Innlent

Hagnaður Sjóvár dróst saman um 32 prósent

Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjóvár í ár nam 749 milljónum króna, samanborið við 1.100 milljónir í fyrra.

Hermann Björnsson er forstjóri Sjóvár tryggingafélags. Fréttablaðið/Daníel

Hagnaður tryggingafélagsins Sjóvár dróst saman um 32 prósent á fyrsta fjórðungi á milli ára. Nam hagnaður á fyrsta ársfjórðungi í ár 749 milljónum króna, samanborið við 1.100 milljónir í fyrra. 

Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatt var 396 milljónir og fjárfestingarstarfsemi 422 milljónir. Þá var samsett hlutfall 97,2 prósent samanborið við 103,6 prósent í fyrra.

„Þegar litið er til samsetts hlutfalls er þetta besti fyrsti ársfjórðungur okkar frá árinu 2014. Sú niðurstaða staðfestir það sem greint hefur verið frá undanfarin uppgjör, að markviss bæting hefur verið í afkomu af vátryggingastarfsemi. Þess er vænst að sú þróun haldi áfram og að eigin iðgjöld vaxi umfram eigin tjón líkt og undanfarin misseri. Hvað varðar afkomu af fjárfestingarstarfsemi þá var hún einnig góð þó ekki standist hún samanburð við sama fjórðung 2017 þegar ávöxtun var sérstaklega góð,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri félagsins.

Þá drógust heildartekjur félagsins lauslega saman, úr 5.050 milljónum í 4.840 milljónir. Eigið fé nam 14.460 milljónum króna undir lok mars en 15.472 milljónir á sama tíma í fyrra. 

Handbært fé félagsins hækkar á milli ára og nam á fyrsta ársfjórðungi 1.574 milljónum króna en 1.300 í fyrra.

Skuldir námu 31.478 milljónum króna árið 2018 en 28.159 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Heildareignir námu 45.938 milljónum króna í ár en 43.365 milljónum króna á sama tíma í fyrra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Úrvalsvísitalan upp um 0,4 prósent

Innlent

Líkur á að vöxtur einkaneyslu verði sá hægasti í fjögur ár

Innlent

80 milljóna tap á rekstri Whales of Iceland

Auglýsing

Nýjast

Hlutabréf í Mulberry hríðféllu eftir afkomuviðvörun

Fjármálamarkaðir opnast Grikkjum á ný

Reginn hækkar áfram í Kauphöllinni

Skortsalar Teslu hagnast um 1,2 milljarða dala

PepsiCo kaupir Sodastream fyrir 3,2 milljarða dala

Vöruhalli jókst á síðasta ári

Auglýsing