Innlent

Hagnaður OR í fyrra 16,3 milljarðar

Ársreikningur OR var í dag samþykktur á stjórnarfundi.

Hagnaður OR í fyrra nemur 16,3 milljörðum króna. Fréttablaðið/Anton Brink

Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur árið 2017 nam 16,3 milljörðum króna. Ársreikningur félagsins var samþykktur á stjórnarfundi í dag. Segir í tilkynningu frá OR til kauphallar að um helmingur hagnaðarins sé vegna reiknaðra framtíðartekna af rafmagnssölu sem tengd er álverði, en álverð hækkaði á síðasta ári.

Hagnaður jókst milli ára en árið 2016 nam hann tæplega 13,4 milljörðum króna. Tekjur Orkuveitufyrirtækjanna árið 2017 námu 44 milljörðum samanborið við 41,4 milljarða árið 2016. Rekstrarkostnaður var 17,2 milljarðar en 16 milljarðar árið 2016.

EBITDA, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, var 26,7 milljarðar á síðasta ári en 25,4 milljarðar árið 2016.

 „Ég er ánægður uppgjörið. Traust tök á útgjöldunum leiða til góðrar afkomu og Orkuveita Reykjavíkur hefur nú náð fullum fjárhagslegum styrk. Hagstæð ytri skilyrði hafa líka hjálpað til. Þjónustan er góð og við höldum áfram á þeirri braut að lækka gjaldskrár,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR í tilkynningunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Eik tapaði dómsmáli gegn Andra Má

Innlent

WOW air klárar 60 milljóna evra fjármögnun

Sjávarúvegur

FISK-Sea­food kaupir þriðjung í Vinnslustöðinni

Auglýsing

Nýjast

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Safnaði 7,7 milljörðum

Varða Capital tapaði 267 milljónum í fyrra

Mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum

Engar olíulækkanir í spákortunum

Stytting vinnu­tíma mikil­vægasta kjara­málið

Auglýsing