Innlent

Hagnaður Ísfélagsins dróst saman

Fjölskylda Guðbjargar Matthíasdóttur er stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja. Fréttablaðið/Anton Brink

Ísfélag Vestmannaeyja, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, hagnaðist um 4,2 milljónir dala, jafnvirði um 440 milljónir króna, á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um 16,7 milljónir dala eða 80 prósent frá fyrra ári, samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins.

Neikvæður gengismunur upp á tæpar 9 milljónir dala litaði afkomuna en gengismunurinn var jákvæður um liðlega 2 milljónir dala árið 2016.

EBITDA félagsins - rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - lækkaði um tæplega 9,8 milljónir dala á milli ára og nam um 25,8 milljónum dala í fyrra. Fór EBITDA-framlegð úr 32,7 prósentum árið 2016 í 24,9 prósent 2017.

Umræddar tölur miðast við samstæðu Ísfélagsins en félagið á meðal annars dótturfélögin Jupiter Shipping, Fiskmarkað Þórshafnar og Iceland Pelagic.

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 103,6 milljónir dala í fyrra og drógust saman um 5,3 milljónir dala frá fyrra ári og þá jukust rekstrargjöldin úr 73,3 milljónum dala 2016 í 77,8 milljónir dala í fyrra.

Eignir Ísfélagsins námu rúmlega 293 milljónum dala í lok síðasta árs en þar af voru aflaheimildir félagsins metnar á um 123 milljónir dala. Til samanburðar voru eignirnar 288 milljónir dala í lok árs 2016. Eigið fé var 139 milljónir dala í lok síðasta árs og eiginfjárhlutfallið 47,3 prósent.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Íslandsbanki spáir óbreyttum stýrivöxtum

Innlent

Halli vöruviðskipta jókst um 63 prósent á milli ára

Innlent

Margrét nýr forstjóri Nova

Auglýsing

Nýjast

Ekki freðinn þegar hann greindi frá Tesla-á­formum

Ellefu vikna bið eftir gjaldskrá póstsins

Krefja Valsmenn um 50 milljónir króna

Bréf í Icelandair upp um sex prósent

32 milljóna hagnaður Regins á öðrum fjórðungi

Landsnet hagnaðist um 1,7 milljarða á fyrri árshelmingi

Auglýsing