Innlent

Hagnaður ISAVIA jókst um sex prósent

Metfjöldi farþega hefur farið um Keflavíkurflugvöll nú í lok sumars.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Fréttablaðið/Anton Brink

Hagnaður ISAVIA á fyrri helmingi ársins jókst um sex prósent og nam 1.571 milljón króna. Rekstrartekjur jukust jukust um 12 prósent á tímabilinu og námu rúmlega 19 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu,

„Afkoma Isavia var í meginatriðum í takt við áætlanir félagsins,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði þessa árs hefur fjölgað um 15,6 prósent samanborið við sama tímabil í fyrra. Það er veruleg fjölgun sem er að stærstu hluta tilkomin vegna fjölgunar skiptifarþega sem er í takt við spár Isavia.

Metfjöldi farþega hefur farið um Keflavíkurflugvöll nú í lok sumars. Sú fjölgun farþega sem hefur orðið hefur tryggt okkur það að aldrei áður hefur verið flogið til jafnmargra áfangastaða frá Íslandi, hvort sem það er í Evrópu eða Norður-Ameríku.“

Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu 3.038 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Eigið fé var 32.576 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið var 43 prósent við lok tímabilsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

EFLA kaupir skoska lýsingar­hönnunar­stofu

Innlent

Sturla segist kaupa aftur myndarlega í Heimavöllum

Innlent

Vonandi hefur samningurinn veru­leg á­hrif á tekjur Klappa

Auglýsing

Nýjast

Einn vildi 0,5 prósentastiga hækkun á stýrivöxtum

Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór

Atvinnuleysi var 2,9 prósent í október

Þyrfti allt að 31 milljarðs rekstrarbata

Stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd skoði mál Seðla­bankans

Ikea segir upp 7.500 manns

Auglýsing