Innlent

Hagnaður ISAVIA jókst um sex prósent

Metfjöldi farþega hefur farið um Keflavíkurflugvöll nú í lok sumars.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Fréttablaðið/Anton Brink

Hagnaður ISAVIA á fyrri helmingi ársins jókst um sex prósent og nam 1.571 milljón króna. Rekstrartekjur jukust jukust um 12 prósent á tímabilinu og námu rúmlega 19 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu,

„Afkoma Isavia var í meginatriðum í takt við áætlanir félagsins,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði þessa árs hefur fjölgað um 15,6 prósent samanborið við sama tímabil í fyrra. Það er veruleg fjölgun sem er að stærstu hluta tilkomin vegna fjölgunar skiptifarþega sem er í takt við spár Isavia.

Metfjöldi farþega hefur farið um Keflavíkurflugvöll nú í lok sumars. Sú fjölgun farþega sem hefur orðið hefur tryggt okkur það að aldrei áður hefur verið flogið til jafnmargra áfangastaða frá Íslandi, hvort sem það er í Evrópu eða Norður-Ameríku.“

Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu 3.038 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Eigið fé var 32.576 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið var 43 prósent við lok tímabilsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Askja hagnaðist um 368 milljónir

Innlent

Vonbrigði með litla lækkun á tryggingagjaldi

Innlent

Skotsilfur: Ótraust bakland

Auglýsing

Nýjast

Birkir Hólm ráðinn forstjóri Samskipa

Seðlabankinn skoðar útgáfu á rafkrónum

Medis hagnaðist um 1,8 milljarða

Ný í­búð kostar að meðal­tali 51 milljón

Holyoake seldi fyrir 800 milljónir á tveimur dögum

Þurfum að vera meðvitaðri um orkuskiptin

Auglýsing