Innlent

Hagnaður Iceland Travel dregst saman um 35 prósent

Iceland Travel er ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group. Fréttablaðið/Stefán

Hagnaður Iceland Travel, ferðaþjónustufyrirtækis í eigu Icelandair Group, dróst saman um 35 prósent og nam 335 þúsund evrum, jafnvirði 42 milljóna króna, á árinu 2017. Félagið hyggst greiða jafnvirði 32 milljóna króna í arð.

Hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) dróst saman um 46 prósent á milli ára. EBITDA sem hlutfall af tekjum var 1,1 prósent í fyrra og lækkaði um 1,4 prósentustig á milli ára. Rekstrarkostnaður jókst um 29 prósent á milli ára. Kostnaðarverð seldra vara, sem er langumfangsmesti kostnaðarliðurinn, jókst í 80,8 prósent af tekjum úr 78,3 prósentum á milli ára. Tekjur félagsins jukust um 27 prósent á milli ára og voru 105 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna í fyrra.

Eiginfjárhlutfall Iceland Travel var níu prósent við árslok. Lágt eiginfjárhlutfall leiddi til þess að arðsemi eigin fjár var 28 prósent. Hefði eiginfjárhlutfallið verið 30 prósent, sem er algengt á meðal íslenskra fyrirtækja, væri arðsemi eigin fjár níu prósent.

Icelandair Group er stór viðskiptavinur Iceland Travel. Um 21 prósent tekna fyrirtækisins renna til félaga innan samstæðunnar eða jafnvirði 2,8 milljarða króna. Hlutfallið lækkaði um 3 prósentustig á milli ára, samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi.

Upplýst var í haust að ákveðið hafi verið að slíta sameiningaviðræðum Iceland Travel og Allrahanda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Origo í viðræður um sölu á þriðjungshlut í Tempo

Hlutabréfamarkaður

Hlutabréf í Icelandair hækkuðu mest

Innlent

„Verð­bólg­u­æv­in­týr­in­u lok­ið í bili“

Auglýsing

Nýjast

Viðskiptalíf Tyrklands kallar eftir aðgerðum

Sam­keppnis­yfir­völd sam­þykkja kaup Marels á MAJA

Atvinnuleysi í Bretlandi í áratugalágmarki

Musk fær ráðgjafa við afskráninguna

Björn Brynjúlfur er nýr formaður FVH

Toyota fer í hart vegna Hybrid-bíla auglýsinga

Auglýsing