Innlent

Hagnaður Bláa lónsins jókst um þriðjung

Alls velti Bláa lónið 102,3 milljónum evra eða 12,9 milljörðum króna í fyrra. Fréttablaðið/GVA

Hagnaður Bláa lónsins nam ríflega 31 milljón evra, sem jafngildir um 3,9 milljörðum króna, í fyrra og jókst um 32 prósent frá árinu 2016 þegar hann var um 23,5 milljónir evra.

Rekstrartekjur Bláa lónsins námu 102,3 milljónum evra í fyrra en þær jukust um 25 milljónir evra eða 32 prósent frá fyrra ári. Rekstrargjöldin voru um 62,9 milljónir evra á síðasta ári borið saman við um 49 milljónir evra árið 2016.

EBITDA Bláa lónsins - hagnaður fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir - var 39,3 milljónir evra í fyrra og hækkaði um rúmlega 11 milljónir evra á milli ára.

Eignir fyrirtækisins námu 138,7 milljónum evra í lok síðasta árs borið saman við 109 milljónir evra í lok árs 2016. Eigið fé var 77,4 milljónir evra í lok ársins og eiginfjárhlutfallið 55,8 prósent.

Á aðalfundi Bláa lónsins, sem haldinn var á miðvikudag, var samþykkt að greiða út arð upp á 16 milljónir evra eða sem jafngildir ríflega tveimur milljörðum króna.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir í tilkynningu að síðasta ár hafi verið ár uppbyggingar og breytinga.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Gunnar V. Andrésson / GVA

b„Í upphafi ársins voru gerðar mikilvægar umbætur á baðsvæði Bláa Lónsins, unnið var að stækkun skrifstofuhúsnæðis og mötuneytis starfsmanna og lokahnykkurinn var settur á byggingaframkvæmdir  á nýju hóteli og upplifunarsvæði, The Retreat at Blue Lagoon Iceland.

Samhliða þessum stóru verkefnum hélt kjarnastarfsemi Bláa Lónsins áfram að vaxa. Starfsmenn tóku á móti 1,3 milljónum gesta og unnið var að þróun og umbótum í starfi félagsins á öllum sviðum,“ segir Grímur.

Eins og við hafi verið að búast hafi dregið úr fjölgun ferðamanna hingað til lands, enda hafi flestum orðið ljóst að tugprósenta árlegur vöxtur í fjölgun ferðamanna var engan veginn sjálfbær hvað varði hagsmuni greinarinnar og samfélagsins.

„Nú reynir á að fyrirtækin sýni ábyrgð og aðlagi sig að breyttum aðstæðum. Mikilsvert er að hvergi verði slakað á í gæðum upplifunarinnar né öryggi gesta. Þar þurfa allir hagsmunaaðilar að axla ábyrgð, bæði þjónustuaðilar og stjórnvöld. Við hjá Bláa Lóninu erum staðráðin í að halda áfram að fjárfesta í einstakri upplifun okkar gesta og leggja þannig okkar að mörkum í þessu mikilvæga verkefni,“ er haft eftir Grími í tilkynningunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Innlent

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Innlent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Auglýsing

Nýjast

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Magnús Óli endurkjörinn formaður FA

Seldi Íslendingum fasteignir á Spáni fyrir 1,2 milljarða

Arion lækkaði um 2,6 prósent í kjölfar uppgjörs

Auglýsing