Innlent

Hagnaður Arctic Adventures nam 356 milljónum

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures. Ljósmynd/Arctic Adventures

Straumhvarf, dótturfélag Arctic Adventures, stærsta afþreyingarfélags landsins, hagnaðist um 356 milljónir króna í fyrra og jókst hagnaðurinn um hátt í 80 prósent frá fyrra ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins.

Rekstrartekjur félagsins námu ríflega 3,4 milljörðum króna á árinu borið saman við tæpa tvo milljarða árið 2016 og þá voru rekstrargjöldin 2,9 milljarðar og jukust um 1,1 milljarð á milli ára.

Straumhvarf á að fullu félögin Arctic Sea Tours, Scuba Iceland, Magmadive, Austari og tvö hótel á Suðurlandi.

Afþreyingarfélagið átti eignir upp á 2,1 milljarð króna í lok síðasta árs borið saman við 1,4 milljarða í lok árs 2016 og þá var eigið fé félagsins um 994 milljónir í lok 2017.

Stjórn Straumhvarfs hefur lagt til að greiddur verði 400 milljóna króna arður til hluthafa í ár.

Í skýrslu stjórnarinnar er tekið fram að líklegt sé að hægja muni á innri vexti félagsins í ár vegna minni vaxtar í komum ferðamanna. Félagið muni bregðast við því með auknu kostnaðaraðhaldi og markaðssókn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Íslandsbanki spáir óbreyttum stýrivöxtum

Innlent

Halli vöruviðskipta jókst um 63 prósent á milli ára

Innlent

Margrét nýr forstjóri Nova

Auglýsing

Nýjast

Ekki freðinn þegar hann greindi frá Tesla-á­formum

Ellefu vikna bið eftir gjaldskrá póstsins

Krefja Valsmenn um 50 milljónir króna

Bréf í Icelandair upp um sex prósent

32 milljóna hagnaður Regins á öðrum fjórðungi

Landsnet hagnaðist um 1,7 milljarða á fyrri árshelmingi

Auglýsing