Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hefur aldrei gengið betur hjá danska leikfangaframleiðandinn LEGO.
Tekjur fyrirtækisins jukust um 13 prósent á síðasta ári og námu alls 43,7 milljörðum danskra króna.
Samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins sem var birtur í dag jókst hagnaðurinn um 19 prósent á milli ára og var 9,9 milljarðar danskra króna sen samsvarar tæpum 203 milljörðum íslenskra króna.
Samkvæmt LEGO hefur salan verið einna best í Asíu, sérstaklega í Kína. Salan hefur einnig verið góð í Norður- og Suður-Ameríku og Vestur-Evrópu.
134 nýjar LEGO verslanir voru opnaðar í heiminum árið 2020, flestar í Kína. Alls eru 678 LEGO verslanir víðs vegar um heiminn en fyrirtækið áætlar að opna um 120 verslanir til viðbótar á þessu ári.