Hagnaður HS Veita af reglulegri starfsemi á árinu 2020 var 657 milljónir króna fyrir skatta samanborið við 1.051 milljón króna hagnað árið 2019. Vegna niðurfellingar langtímaskuldar í kjölfar dóms Hæstaréttar var heildarhagnaður 2019 eftir skatta hins vegar 1.592 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Arðsemi eiginfjár var fjögur prósent á árinu 2020 en hagnaður eftir skatta var 564 milljónir króna. Eigið fé félagsins var 14,5 milljarðar króna við árslok 2020 og eiginfjárhlutfallið 47,3 prósent.

Tekjur jukust um 0,5 prósent á milli ára og námu 7,2 milljörðum króna árið 2020, þar af vegna raforkudreifingar og flutnings 3,7 milljarðar, vegna sölu og dreifingar á heitu vatni 2,3 milljarðar vegna sölu og dreifingar á fersku vatni 642 milljónir króna og vegna annarrar starfsemi 525 milljónir króna.

Hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta var 2,5 milljarðar króna á árinu 2020 eða 35,3 prósent af tekjum en á sama tíma árið 2019 nam sá hagnaður 2,7 milljörðum króna eða 37,7 prósent af tekjum.

Reykjanesbær á 50,1 prósenta hlut í HS Veitum, HSV Eignarhaldsfélags, sem er einkum í eigu lífeyrissjóða, á 49,8 prósent hlut og Suðurnesjabær á 0,1 prósent.