Hagnaður Hofgarða ehf. á síðasta ári nam 3,2 milljörðum króna. Félagið er í eigu Helga Magnússonar, stjórnarformanns Torgs, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið.

Meginskýring á þessum mikla hagnaði er sala félagsins á sex prósenta hlut í Bláa Lóninu hf. síðastliðið haust. Við söluna varð til mikill söluhagnaður. Hofgarðar ehf. fjárfesta í verðbréfum hér á landi og erlendis, einkum skráðum og óskráðum hlutabréfum.

Eiginfjárstaða Hofgarða nemur rúmum sex milljörðum króna.