Innlent

Hagnaður Sýnar dróst saman um 22 prósent

Sýn lækkaði nýlega afkomuspá sína þar sem samrunaverkefnin höfðu haft meiri áhrif á starfsemi og lengur en spáð var.

Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Ljósmynd/Sýn

Fjarskiptafélagið Sýn hagnaðist um 226 milljónir króna á þriðja fjórðungi ársins en það er 22 prósenta minni hagnaður en á sama fjórðungi í fyrra.

Hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins var 278 milljónir og lækkaði um 62 prósent milli ára. Tekjur á þriðja ársfjórðungi 2018 námu 5.449 milljónum króna sem er hækkun um 59 prósent á milli ára en í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og gætir áhrifa af því á samanburð fjárhæða milli ára. Tekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins jukust um 6.233 milljónir króna eða 63 prósent.

EBITDA hagnaður nam 1.032 milljónum króna á ársfjórðungnum sem er hækkun um 178 milljónir á milli ára. EBITDA hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2.468 milljónum króna og hækkaði um 6 prósent.

Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu 516 milljónum króna á fjórðungnum sem er 40 prósent hækkun á milli ára og má meðal annars rekja til fjárfestinga í húsnæði og kerfum tengt samrunaverkefni og útskiptingu á myndlyklum.

Sýn lækkaði nýlega afkomuspá sína þar sem  samrunaverkefnin höfðu haft meiri áhrif á starfsemi og lengur en spáð var.

Breyta ekki afkomuspá fyrir 2019

Stefán Sigurðsson forstjóri segir ánægjulegt að sjá aukningu á EBITDA á milli ára. Full samlegð vegna samrunans sé ekki enn komin í reksturinn og því megi búast við meiri rekstrarhagnaði á næstu fjórðungum.

„Með hverjum deginum verður reksturinn eðlilegri og eftir að búið er að færa alla starfsemi og starfsmenn að Suðurlandsbraut með tilfærslu myndvera við áramót séu umfangsmestu verkefnin að baki. Stjórnendur vinna hörðum höndum að skilgreindum aðgerðum sem hafa áhrif á horfur fyrirtækisins og telja ekki forsendur á þessu stigi til að breyta útliti fyrir rekstur ársins 2019 um 4.600 til 5.000 m.kr. þrátt fyrir lækkun afkomuhorfa fyrir 2018. “

Þá segir Stefán að fækkun stöðugilda sé í takt við markmið samrunans. „Stöðugildi verða á öðrum árshelmingi þegar orðin 5% færri en við yfirtöku og áætlanir gera ráð fyrir að með minna álagi verði þau orðin 10% færri frá yfirtöku á síðari hluta ársins 2019 í tengslum við eðlilega starfsamannaveltu. Við gerum því ráð fyrir að skila stigvaxandi rekstrarniðurstöðu fjórðunga vel inn á árið 2020.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Krónan veikst um meira en 2 prósent gagnvart pundinu

Innlent

Hagnaður Skeljungs jókst um 63 prósent

Innlent

Vilja svör um hvort skatt­skrá hafi verið af­hent með fyrir­vara

Auglýsing

Nýjast

Seðla­bankinn skoðar eigin verk­lag eftir dóminn

Skipta­stjóri til­kynnti Rosen­berg til ­sak­sóknara

43 milljóna króna gjald­þrot Rosen­berg

Bjóð­a Katr­ín­u á fund til að ræða Seðl­a­bank­a­mál­ið

Leig­u­v­erð hækk­að meir­a utan borg­ar­inn­ar en innan

Már upptekinn í útlöndum

Auglýsing