Viðskipti

Hagar og Olís sameinast í eitt félag

Finnur Árnason, forstjóri Haga. Fréttablaðið/Eyþór

Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. Kaupsamningar um viðskiptin voru undirritaðir 26. apríl 2017 með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki SKE og samþykki hluthafafundar Haga fyrir aukningu hlutafjár. Fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar var aflétt þann 13. júlí 2017 og hlutafjáraukning var samþykkt á aðalfundi Haga árið 2018.

Hagar hafa samþykkt að falla frá sölu- og framsalsbanni sem fram kom í kaupsamningi. Samkvæmt sáttinni er Högum óheimilt að framkvæma samrunann fyrr en sölu fyrrgreindra eigna er lokið. Hagar hafa nú þegar undirritað kaupsamninga um allar framangreindar eignir. Samruninn kemur þó ekki til framkvæmda fyrr en SKE hefur metið hæfi kaupenda eignanna. Á næstu vikum mun SKE meta hæfi kaupenda. Gert er ráð fyrir að samlegðaráhrifin nemi um 600 milljónum króna á ársgrundvelli.

Helstu skilyrði fyrir samrunanum:

• Bjóða sama verð á dagvöru á Olís-stöðvum um land allt.

• Selja nýjum endurseljendum eldsneytis, sem eftir því leita, eldsneyti í heildsölu á viðskiptalegum grunni.

• Selja rekstur og fasteign félagsins að Faxafeni 14, þar sem verslun Bónuss er starfrækt.

• Selja rekstur og fasteignir Olísþjónustustöðvanna við Háaleitisbraut 12 og Vallargrund 3.

• Selja rekstur verslana Bónus að Hallveigarstíg 1 og Smiðjuvegi 2.

• Selja rekstur Olís-verslunarinnar í Stykkishólmi.

• Selja rekstur og aðstöðu ÓBstöðvar við Starengi 2, Kirkjustétt 2-5 og Knarrarvog 2 í Reykjavík.

• Annar seljenda Olís, FISK-Seafood ehf., skuldbindur sig gagnvart SKE til að selja að hluta þann eignarhlut í Högum sem hann fær afhentan skv. kaupsamningi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Kaupin minnka hættuna á stóráföllum

Viðskipti

Síminn braut gegn lögum

Viðskipti

Sam­keppnis­yfir­völd harð­orð í garð Isavia

Auglýsing

Nýjast

Svipmynd: Mikilvægt að fyrirtækið sé rétt stillt af

Fasteignafélögin fengu meðbyr

Skot­silfur: Leita til Logos og Deloitte

Íslensk flugfélög geta samið um Síberíuflugleiðina

Fasteignafélög fengið nær alla athyglina í dag

Enn syrtir í álinn hjá Snapchat

Auglýsing