Hlutabréf í Högum hafa lækkað um 5,2 prósent það sem af er degi en félagið birti afkomuviðvörun eftir lokun markaða í gær.

Sjá einnig: Hagar lækka afkomuspá rekstrarársins

Stjórnendur Haga lækkuðu afkomuspá félagsins fyrir yfirstandandi rekstrarár um 300 til 400 milljónir króna eða sem nemur sex til átta prósentum. 

Fram kom í tilkynningun frá Högum að gengisfall krónunnar hefði haft áhrif á framlegð félagsins. Hækkun á kostnaðarverði í innkaupum hefði ekki komið fram í útsöluverði til viðskiptavina. 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,21 prósent en á móti lækkun hlutabréfa Haga kemur hækkun hlutabréfa Icelandair. Þau hafa hækkað um 3,5 prósent það sem af er degi.

Sjá nánari upplýsingar á markadurinn.is.