Innlent

Hagar lækka af­komu­spá rekstrar­ársins

Gengisfall íslensku krónunnar hefur haft áhrif á framlegð Haga á yfirstandandi rekstrarári, að sögn félagsins. Framlegð á þriðja fjórðungi rekstrarársins var einu prósentustigi lægri en á fyrra ári.

Finnur Árnason, forstjóri Haga. Fréttablaðið/Eyþór

Stjórnendur Haga hafa lækkað afkomuspá félagsins fyrir yfirstandandi rekstrarár um 300 til 400 milljónir króna eða sem nemur sex til átta prósentum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegri tilkynningu sem verslanarisinn sendi Kauphöllinni í kvöld.

Ný afkomuspá Haga gerir ráð fyrir að EBITDA félagsins - hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - verði 4.600 til 4.700 milljónir króna á yfirstandandi rekstrarári, sem hófst í mars síðastliðnum, að undanskildum kostnaði við sameiningu Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV og öðrum einskiptiskostnaði og án tekjuáhrifa frá Olís og DGV.

Til samanburðar var áður gert ráð fyrir að EBITDA rekstrarársins yrði 5.000 milljónir króna að undanskildum kostnaði við sameininguna. Segir félagið ljóst að samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir fyrstu níu mánuði rekstrarársins verði afkoman undir umræddri afkomuspá.

Beinn kostnaður við sameiningu félaganna, sem hefur verið gjaldfærður á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins, er um 235 milljónir króna og annar einskiptiskostnaður er um 50 milljónir króna, að því er segir í tilkynningunni.

Gengisfall krónunnar hefur haft áhrif á framlegð félagsins, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni, en þar segir að hækkun á kostnaðarverði í innkaupum hafi ekki komið fram í útsöluverði til viðskiptavina félagsins. 

Hagar segja hækkun á kostnaðarverði í innkaupum ekki hafa komið fram í útsöluverði til viðskiptavina. Fréttablaðið/Anton Brink

Framlegð á þriðja ársfjórðungi rekstrarársins er að sögn Haga einu prósentustigi lægri en á fyrra ári og framlegð fyrstu níu mánuði ársins er 0,7 prósentustigi lægri en árið á undan. 

Fjögurra prósenta söluaukning

Félagið segir vörusöluna hafa verið góða en söluaukning á þriðja ársfjórðungi á milli ára var 9,5 prósent en er 4,0 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins.  

Að auki segir í tilkynningunni að lokun og sala þriggja verslana á síðasta ársfjórðungi rekstrarársins og seinkun á opnun nýrrar Bónus verslunar í Skeifunni hafi haft áhrif á áætlanir um afkomu félagsins. 

Auk þess hafi verið gert ráð fyrir jákvæðum rekstraráhrifum vegna flutnings á verslun Bónus í Mosfellsbæ sem hafi frestast um tæpt ár, en sú verslun mun væntanlega opna um mitt næsta rekstrarár, að sögn Haga. Tekið hefur verið tillit til þessara breytinga í uppfærðri afkomuspá. 

Þá er tekið fram í tilkynningunni að Bónus muni í mars næstkomandi opna nýja verslun við Garðatorg í Garðabæ. Verslunin verður um 1.400 fermetrar að stærð. Þá er gert ráð fyrir opnun á ÓB stöð á Vík í Mýrdal á fyrsta ársfjórðungi á lóð í eigu félagsins. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​Eyjólfur Árni gefur áfram kost á sér

Innlent

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Innlent

Aukinn hagnaður Júpiters

Auglýsing

Nýjast

178 milljóna króna gjaldþrot SPRON-félags

Már: Ég bjóst síður við þessu

Fé­lag um vind­myllur í Þykkva­bæ gjald­þrota

Tölu­verð verð­lækkun á fast­eigna­markaði

Hluta­bréf í Icelandair rjúka upp í verði

Afland­skrónurnar fara hægt út

Auglýsing