Hagar hf. og eig­endur Dista ehf. hafa náð sam­komu­lagi um kaup Haga á öllu hluta­fé Dista, en Dista er heild­verslun með á­fengar og ó­á­fengar drykkjar­vörur. Kaupin eru gerð með fyrir­vara um niður­stöðu á­reiðan­leika­könnunar og sam­þykki Sam­keppnis­eftir­litsins.

Dista heild­verslun var stofnuð árið 2000 og er meðal annars sam­starfs­aðili Royal Uni­brew, sem fram­leiðir bjórana Faxe, Royal og Slots. Dista vinnur einnig með J. García Carri­ón sem er einn stærsti fram­leiðandi létt­víns og á­vaxta­safa í Evrópu.

„Það er okkur mikið á­nægju­efni að ná sam­komu­lagi við eig­endur Dista um kaup á fé­laginu. Vöru­úr­val Dista fellur vel að starf­semi Vín­fanga, sem hefur um ára­bil verið inn­flutnings- og sölu­aðili fyrir fjöl­breytt úr­val létt­vína frá helstu vín­ræktar­svæðum heims. Að auki verður á­nægju­legt að geta boðið við­skipta­vinum verslana Haga upp á á­vaxta­safa og aðra ó­á­fenga drykki frá sam­starfs­aðilum Dista, sem eru meðal þeirra fremstu í Evrópu,“ segir Finnur Odds­son, for­stjóri Haga.

„Markaðurinn er óðum að breytast og er þetta því eðli­legt skref og til hags­bóta fyrir alla aðila.“

Selj­endur Dista, Katrín Gunnars­dóttir og Sigurður Örn Bern­höft, segjast á­nægð með sam­komu­lagið sem opni ýmsa eftir­sóknar­verða mögu­leika fyrir birgja fé­lagsins. „Við stóðum á tíma­mótum með fyrir­tækið sem var að stækka og þróast frekar. Markaðurinn er óðum að breytast og er þetta því eðli­legt skref og til hags­bóta fyrir alla aðila.“