Fram kemur í frétt banda­ríska miðilsins Seatt­le Times að yfir­maður banda­rískra flug­mála­stofnunarinnar FAA, Ste­ve Dick­son, hafi hitt Dennis Mui­len­berg, for­stjóra Boeing, og beðið hann um að hætta við væntan­legar yfir­lýsingar um endur­komu 737 Max 8 vélanna í há­loftin.

Í frétt banda­ríska miðilsins kemur fram að vélarnar, sem kyrr­settar voru í mars á þessu ári eftir tvö mann­skæð flug­slys í Eþíópíu og Indónesíu, séu því ekki reiðu­búnar til af­hendingar fyrr en í febrúar. Það getur þýtt að flug­fé­lög líkt og American Air­lines geti ekki nýtt sér vélarnar fyrr en snemma í apríl, eða mánuði síðar en stóð til.

Boeing hefur í­trekað gefið út að búist hafi verið við grænu ljósi frá banda­rískum flug­mála­yfir­völdum í þessum mánuði og að stefnt yrði að þjálfun flug­manna stuttu síðar. Endur­komu vélanna hefur verið stöðugt frestað undan­farna mánuði en fyrst um sinn stóð til að þær yrðu af­hentar flug­fé­lögum að nýju í októ­ber síðast­liðnum. Dick­son er sagður hafa sent Mui­len­berg bréf og beðið hann um að hætta slíkum yfir­lýsingum.

Meðal þess sem ollið hefur töfum nú er mis­skilningur vegna lista um hæfnis­kröfur flug­manna sem upp kom á meðan fjögurra daga prófunum stóð í Seatt­le í síðustu viku. Var Boeing að sýna flug­mönnum frá mis­munandi flug­fé­lögum mis­hættu­legar að­stæður sem geta komið upp í flugi til að kanna við­brögð flug­manna við breytingum á flug­stýri­kerfi vélarinnar.

Fram kemur að Boeing gæti þurft að loka verk­smiðju sinni í Renton tíma­bundið vegna þeirra tafa sem uppi eru. Vélarnar skila flug­fram­leiðandanum enda engum hagnaði á meðan kyrr­setningu stendur.