Ferða­skrif­stofurnar VITA, Ferða­skrif­stofa Ís­lands og Heims­ferðir hafa skipu­lagt loft­brú frá Kanarí­eyjum til Ís­lands, í sam­starfi við Icelandair. Í því felst að fimm­tán flug­ferðir hafa verið skipu­lagðar í gegnum Las Pal­mas og Tenerife til að flýta heim­för fjöl­margra Ís­lendinga á svæðinu. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Segir í henni að Icelandair hafi sett upp fimm­tán flug­ferðir næstu fjóra daga þar sem ferða­skrif­stofurnar í sam­ráði við Ferða­mála­stofu flýta för allra far­þega sem eru á þeirra vegum á eyjunum en þeir eru á milli tvö til þrjú þúsund talsins. Reiknað er með að allir far­þegar ferða­skrif­stofanna verði komnir heim á föstu­dag.

Vegna fjölda fyrir­spurna hefur Ferða­skrif­stofan VITA einnig hafið al­menna sölu á flug­ferðum sem á­ætlaðar eru seinni­partinn á föstu­dag frá Tenerife og Kanarí. Flugi verður bætt við ef mikil eftir­spurn verður.

Mark­mið Icelandair, ferða­skrif­stofanna og Ferða­mála­stofu er að gefa öllum þeim sem ekki hafa þegar gert ráð­stafanir til að komast aftur heim til Ís­lands tæki­færi til þess á næstu dögum.