Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, greinir frá því í samtali við DV.is að 130 manns hafi verið sagt upp núna um mánaðamótin hjá hótelkeðjunni en um er að ræða þriðju hópuppsögnina í ár hjá þeim.

Að því er kemur fram í frétt DV um málið störfuðu um það bil 600 manns hjá Íslandshótel en 139 var sagt upp í lok mars og 246 til viðbótar um síðustu mánaðamót. Þannig hafa 515 manns fengið uppsagnarbréf það sem af er ári.

Davíð segir í samtali við DV að um sé að ræða áframhaldandi samdrátt en af 17 hótelum Íslandshótela hefur tíu verið lokað. Þau hótel sem eftir standa verða að mestu leyti mönnuð í sumar af fólki á uppsagnarfresti.

„Það verður heilmikil áskorun að halda uppi bæði starfsanda og þjónustu stigi. Við sem sem betur fer heppin með starfsfólk og allir virðast ætla að stíga þessa vegferð með okkur og sýna skilning á stöðunni,“ segir Davíð en bætir þó við að hann sé vongóður um hægt verði að ráða starfsfólkið á ný þegar ferðaþjónustan tekur við sér.

Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.