Icel­and­a­ir hef­ur gert samn­ing við Avi­at­i­on Cap­i­tal Gro­up (ACG) um fjár­mögn­un þriggj­a Bo­eing 737 MAX flug­vél­a.

Í til­kynn­ing­u kem­ur fram að um sé að ræða sölu og end­ur­leig­u á tveim­ur Bo­eing 737 MAX8 flug­vél­um og fjár­mögn­un­ar­leig­u á einn­i Bo­eing 737 MAX9 vél. Fé­lag­ið send­i kaup­höll til­kynn­ing­u þess efn­is í morg­un.

„Við erum á­nægð með að hafa náð samn­ing­um á góð­um kjör­um við Avi­at­i­on Cap­i­tal Gro­up sem við höf­um átt í sam­starf­i við leng­i. Það er ljóst að fjár­mögn­un­ar­að­il­ar hafa trú á fé­lag­in­u sem og virð­i Bo­eing 737 MAX vél­ann­a og þeim tæk­i­fær­um sem þær koma til með að skap­a,“ seg­ir Bogi Nils Bog­a­son, for­stjór­i Icel­and­a­ir Gro­up.

Gert er ráð fyr­ir að flug­vél­arn­ar verð­i af­hent­ar í desember 2021 og jan­ú­ar 2022. Icel­and­a­ir hafð­i áður gert samn­ing um fjár­mögn­un til vara á þess­um þrem­ur vél­um sem nú er ljóst að verð­ur ekki nýtt. Í kjöl­far þess­a samn­ings hef­ur Icel­and­a­ir lok­ið fjár­mögn­un allr­a 12 Bo­eing 737 MAX flug­vél­a fé­lags­ins sem fé­lag­ið pant­að­i upp­haf­leg­a frá Bo­eing á ár­in­u 2013.