Innlent

Hættir sem fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Gunnar mun láta af störfum á næstu vikum en verður félaginu innan handar næstu mánuði.

Gunnar Zoëga

Gunnar Zoëga hefur beðist lausnar frá störfum sem framkvæmdastjóri viðskiptaframtíðar Origo hf., að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Gunnar hefur í gegnum árin sinnt lykilhlutverkum fyrir Origo hf. og fyrirrennara, Nýherja hf. og Skyggni hf.  Gunnar mun láta af störfum á næstu  vikum en verður félaginu innan handar næstu mánuði. Málefni sviðsins munu heyra tímabundið undir Finn Oddsson, forstjóra félagsins. 

Haft er eftir Finni Oddssyni forstjóra að Gunnar hafi átt stóran þátt í stefnumótun og árangursríkum umbreytingum Origo síðustu ár.

„Það er eðli máls samkvæmt mikill missir fyrir okkur að sjá á eftir Gunnari og hans starfskröftum en um leið fögnum við því að sjálfsögðu að hann fái tækifæri til að takast á við ný og spennandi verkefni.  Um leið og ég þakka honum frábært samstarf, óska ég honum alls hins besta í þeim verkefnum sem framundan eru,“ segir Finnur. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

WOW air óskar eftir greiðslu­fresti

Innlent

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Innlent

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Auglýsing

Nýjast

Breskt flug­fé­lag fellir niður flug og lýsir yfir gjald­þroti

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Auglýsing