Innlent

Hættir sem fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Gunnar mun láta af störfum á næstu vikum en verður félaginu innan handar næstu mánuði.

Gunnar Zoëga

Gunnar Zoëga hefur beðist lausnar frá störfum sem framkvæmdastjóri viðskiptaframtíðar Origo hf., að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Gunnar hefur í gegnum árin sinnt lykilhlutverkum fyrir Origo hf. og fyrirrennara, Nýherja hf. og Skyggni hf.  Gunnar mun láta af störfum á næstu  vikum en verður félaginu innan handar næstu mánuði. Málefni sviðsins munu heyra tímabundið undir Finn Oddsson, forstjóra félagsins. 

Haft er eftir Finni Oddssyni forstjóra að Gunnar hafi átt stóran þátt í stefnumótun og árangursríkum umbreytingum Origo síðustu ár.

„Það er eðli máls samkvæmt mikill missir fyrir okkur að sjá á eftir Gunnari og hans starfskröftum en um leið fögnum við því að sjálfsögðu að hann fái tækifæri til að takast á við ný og spennandi verkefni.  Um leið og ég þakka honum frábært samstarf, óska ég honum alls hins besta í þeim verkefnum sem framundan eru,“ segir Finnur. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Minnkar við sig í Regin og Reitum

Innlent

Nýttu ekki forkaupsrétt að hlut í HS Orku

Innlent

Fá að kaupa á­skriftar­réttindi í Kviku

Auglýsing

Nýjast

Hlutabréfin hríðféllu á fyrsta degi

Stórir endur­skoð­endur horfa fram á hertar reglur

Malasía fer í hart við Goldman Sachs

SpaceX sækir 500 milljónir dollara í hlutafé

Kaup Haga á Olís til kasta á­frýjunar­nefndar

Útlán Byrs ofmetin um tvo milljarða króna

Auglýsing