Innlent

Hættir sem framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka

Sverrir Örn Þorvaldsson hefur verið framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka frá árinu 2010.

Fréttablaðið/Ernir

Sverrir Örn Þorvaldsson, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka undanfarin átta ár, hyggst láta af störfum hjá bankanum í næsta mánuði.

Sverrir Örn greinir frá þessu á LinkedIn-síðu sinni en hann hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans í tólf ár. Lætur hann formlega af störfum hjá bankanum í lok september.

Áður en hann hóf störf hjá bankanum starfaði Sverrir Örn hjá Íslenskri erfðagreiningu í sex ár við rannsóknir, gagnaúrvinnslu og hugbúnaðargerð.

Sverrir er með BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands, MS-gráðu í fjármálastærðfræði og Ph.D. í stærðfræði, bæði frá Stanford háskóla í Kaliforníu. Hann hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og faggildingu í fjármálalegri áhættustýringu (FRM) á vegum GARP.

Sverrir Örn Þorvaldsson. Ljósmynd/Íslandsbanki

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ríkis­sjóður fær A í láns­hæfis­ein­kunn

Innlent

Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í

Innlent

Marel lýkur 19,5 milljarða fjármögnun

Auglýsing

Nýjast

Icewear lífgar Don Cano við í verslunum sínum

Skotsilfur: Hreiðar úr stjórn Eyris Invest

Geti losað afland­skrónu­eignir að fullu

Bakka­varar­bræður flytja fé­lag úr landi

Raun­gengið lækkaði um fjögur prósent

Hagvöxtur 2,6 prósent á þriðja fjórðungi

Auglýsing