Innlent

Hættir sem framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka

Sverrir Örn Þorvaldsson hefur verið framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka frá árinu 2010.

Fréttablaðið/Ernir

Sverrir Örn Þorvaldsson, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka undanfarin átta ár, hyggst láta af störfum hjá bankanum í næsta mánuði.

Sverrir Örn greinir frá þessu á LinkedIn-síðu sinni en hann hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans í tólf ár. Lætur hann formlega af störfum hjá bankanum í lok september.

Áður en hann hóf störf hjá bankanum starfaði Sverrir Örn hjá Íslenskri erfðagreiningu í sex ár við rannsóknir, gagnaúrvinnslu og hugbúnaðargerð.

Sverrir er með BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands, MS-gráðu í fjármálastærðfræði og Ph.D. í stærðfræði, bæði frá Stanford háskóla í Kaliforníu. Hann hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og faggildingu í fjármálalegri áhættustýringu (FRM) á vegum GARP.

Sverrir Örn Þorvaldsson. Ljósmynd/Íslandsbanki

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lúxus­í­búðir seljast hægt: Getum ekki lækkað meira

Innlent

WOW air óskar eftir greiðslu­fresti

Innlent

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Auglýsing

Nýjast

Bill Gates vill hækka fjár­magns­tekju­skatt

Breskt flug­fé­lag fellir niður flug og lýsir yfir gjald­þroti

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Auglýsing