Innlent

Hættir sem framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka

Sverrir Örn Þorvaldsson hefur verið framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka frá árinu 2010.

Fréttablaðið/Ernir

Sverrir Örn Þorvaldsson, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka undanfarin átta ár, hyggst láta af störfum hjá bankanum í næsta mánuði.

Sverrir Örn greinir frá þessu á LinkedIn-síðu sinni en hann hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans í tólf ár. Lætur hann formlega af störfum hjá bankanum í lok september.

Áður en hann hóf störf hjá bankanum starfaði Sverrir Örn hjá Íslenskri erfðagreiningu í sex ár við rannsóknir, gagnaúrvinnslu og hugbúnaðargerð.

Sverrir er með BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands, MS-gráðu í fjármálastærðfræði og Ph.D. í stærðfræði, bæði frá Stanford háskóla í Kaliforníu. Hann hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og faggildingu í fjármálalegri áhættustýringu (FRM) á vegum GARP.

Sverrir Örn Þorvaldsson. Ljósmynd/Íslandsbanki

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Skotsilfur Markaðarins: Loksins, loksins

Innlent

Þrjú fasteignafélög hækkkuðu í dag

Erlent

Net­flix sefar á­hyggjur sjón­varpssukkara

Auglýsing

Nýjast

Tekjuhæsti árshelmingurinn í sögu Landsvirkjunar

Nýti ákvæði um að hærri fasteignagjöld hækki leiguverð

Reginn hækkar um 5 prósent eftir uppgjör

Íslandsbanki spáir óbreyttum stýrivöxtum

Halli vöruviðskipta jókst um 63 prósent á milli ára

Margrét nýr forstjóri Nova

Auglýsing