Hendrik Egholm, for­stjóri Skeljungs hf sagði upp störfum í gær en þetta kemur fram í til­kynningu fé­lagsins til Kaup­hallarinnar.Þar kemur fram að Hendrik hefur starfað hjá fé­laginu undan­farin tólf ár, fyrstu tíu sem for­stjóri dóttur­fé­lags Skeljungs í Fær­eyjum og undan­farin tvö ár sem for­stjóri Skeljungs og Magn. Hendrik mun vinna á­fram fyrir fé­lagið sem for­stjóri Magn.

„Síðustu tvö ár sem for­stjóri Skeljungs hafa verið bæði spennandi og skemmti­leg. Ég hef haft á­nægju af því að vinna með mjög hæfi­leika­ríku og dug­legu sam­starfs­fólki í að breyta og bæta starf­semi Skeljungs,“ segir Hendrik í til­kynningunni.

Þar segir hann jafn­framt að í ljósi þess að þau verk­efni sem hann hafi tekið að sér undan­farin tvö ár sé nú lokið og með nýju eignar­haldi og nýrri stjórn sjái hann nú réttan tíma til að stíga til hliðar og ein­beita sér að starfi sínu sem for­stjóri Magn.