Hætt var við sölu á Arctic Adventures til stórs erlends ferðaþjónustufyrirtækis. Viðræður voru á lokametrunum þegar ferðaskrifstofan Thomas Cook varð gjaldþrota og ákveðið var að „setja viðræðurnar á ís,“ að því er Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, segir í frétt á vef Túrista.is

„Gjaldþrot Thomas Cook í byrjun vikunnar setti hins vegar strik í reikninginn hjá viðsemjendum okkar á ýmsan hátt,” segir Styrmir.

Hann segir að ákveðið hafi verið að skrá Arctic Adventures á Aðallista Kauphallar Íslands og samið hafi verið við Kviku Banka um að annast þá vinnu.

„Jafnframt verður áfram unnið að frekari stækkun félagsins með kaupum eða sameiningum við fyrirtæki sem styðja við skráningu sem og breikka vöruframboðið okkar,” segir Styrmir í fréttinni.