Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmatgengi sitt á smásölufyrirtækinu Festi frá 134 krónum upp í 146,1 krónu sem er um 25,4 prósentum yfir núverandi markaðsgengi.

Í verðmatinu segir að Festi sé ekki komið langt á veg með að ná fram samlegðaráhrifum af sameiningunni við við Hlekk. Einhverra áhrifa hafi gætt nú þegar en fyrirtækið eigi mikið inni.

Greinandinn hagfræðideildar segir að samrunar á smásölumarkaði hafi aukið samkeppni á markaðinum. Samkeppnin hafi sett pressu á framlegð Festi. „Hins vegar teljum við ekki að framlegðarhlutfallið muni lækka hratt á komandi ársfjórðungum. Hluti af ástæðunni er veiking krónunnar, því það virðist sem matvöruhlutinn sé lengur að velta gengisbreytingum út í verðlagið heldur en eldsneytishlutinn.“

Þá hafi breytingar á smásölumarkaði í kjölfari innkomu Costco á markaðinn haft meiri áhrif á verslanir Haga heldur en verslanir Elko og Krónunnar. „Að okkar mati er komið jafnvægi eftir hræringar á síðustu árum og við búumst við að Festi mun sækja fram á markaðinum frekar en að hörfa undan.“