Líf­eyr­is­sjóð­ur verzl­un­ar­mann­a hef­ur hækk­að líf­eyr­is­greiðsl­ur um lið­leg­a sjö prós­ent, auka við mak­a­líf­eyr­i, bæta við ör­ork­u­trygg­ing­u sjóðs­fé­lag­a og ætla sér að end­ur­reikn­a oft­ar líf­eyr­i hjá þeim sem hafa haf­ið líf­eyr­is­tök­u en eru enn í laun­aðr­i vinn­u.

Auk þess verð­ur heim­il­að­ur líf­eyr­is­ald­ur 60 ára í stað 65 ára og þann­ig auk­inn sveigj­an­leik­i fyr­ir sjóðs­fé­lag­a til að taka út sinn líf­eyr­i. Við mak­a­líf­eyr­i, sem var 36 mán­uð­ir, bæt­ast við 24 mán­uð­ir á hálf­um mak­a­líf­eyr­i.

Frá þess­u er greint í til­kynn­ing­u frá líf­eyr­is­sjóðn­um en sterk stað­a sjóðs­ins ger­ir þett­a kleift. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unn­i juk­ust eign­ir sjóðs­ins um 188 millj­arð­a krón­a á síð­ast­a ári, þar af voru tekj­ur af fjár­fest­ing­um 174 millj­arð­ar og var raun­á­vöxt­un hans 11,5 prós­ent.

Heild­ar­eign­ir Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­mann­a voru 1.201 millj­arð­ur krón­a í lok síð­ast­a árs og greidd­u 48 þús­und sjóð­fé­lag­a ið­gjöld til sjóðs­ins.

Lífs­lík­ur mikl­u meir­i

Í til­kynn­ing­unn­i kem­ur fram að í desember hafi fjár­mál­a- og efn­a­hags­ráð­u­neyt­ið stað­fest nýj­ar dán­ar- og eft­ir­lif­end­a­töfl­ur þar sem lífs­lík­ur juk­ust ver­u­leg­a en mat á lífs­lík­um sjóð­fé­lag­a er að sögn sjóðs­ins ein mik­il­væg­ast­a for­send­a út­reikn­ing­a hjá líf­eyr­is­sjóð­um og því mik­il­vægt að slíkt sé upp­fært.

Þann­ig gera nýj­ar spár ráð fyr­ir því að árið 2045 geti 67 ára karl­ar að jafn­að­i átt 20,3 ár eft­ir ó­lif­uð og 67 ára kon­ur 21,6 ár. Þett­a er 15,6 prós­ent lengr­i líf­eyr­is­ald­ur hjá körl­um og 10,7 prós­ent lengr­i hjá kon­um mið­að við fyrr­i út­reikn­ing­a.

Þess­ar breyt­ing­ar hafa í för með sér að ann­ars veg­ar þarf skuld­bind­ing sjóðs­ins gagn­vart hverj­um og ein­um sjóð­fé­lag­a að duga leng­ur en áður, það er í fleir­i mán­uð­i.

Breyt­ing­ar á á­unn­um rétt­ind­um sjóð­fé­lag­a sem gerð­ar voru í nóv­emb­er 2021 og ráð­gerð­ar eru á ár­in­u 2022 fela það í sér að á­unn­in líf­eyr­is­rétt­ind­i 65 ára og eldri munu, sam­kvæmt til­kynn­ing­unn­i, hafa hækk­að haust­ið 2022 sam­tals um 17,9 prós­ent mið­að við árs­lok 2020.