Um helgina verður jóla­skrauts-skipti­markaður í Efnis­miðlun Sorpu að Sæ­var­höfða og í Breið­hellu, bæði laugar­dag og sunnu­dag.

Freyr Eyjólfs­son, verk­efna­stjóri hring­rásar­hag­kerfisins hjá Sorpu, segir að fólk geti komið með jóla­seríuna, jóla­ljósin og allt jóla­skrautið sem þau nota ekki lengur, en er í góðu lagi, og gefið því fram­halds­líf á nýju heimili.

„Þetta er bæði mikil­vægt loft­lags­mál, að endur­nýta og nota betur allt þetta fal­lega jóla­skraut til að lýsa upp skamm­degið. Að nýta hlutina betur. Og svo er þetta líka mann­úðar­mál. Það eru margir sem kvíða fyrir jólunum, þau eru dýr og kostnaðar­söm og hérna skapast því gott tæki­færi fyrir þá sem hafa lítið fé á milli handanna að ná sér í fal­legt jóla­skraut. Þetta er hinn sanni anda jólanna, að gefa og þiggja og láta gott af sér leiða.“,“ segir Freyr um markaðinn.

Hann segir þetta al­geran lykil­þátt í hring­rásar­hag­kerfinu sem að þau hjá Sorpu lifi og berjist fyrir.

Á markaðnum mun fólk geta fundið nýtt jóla­skraut endur­gjalds­laust en dæmi um það sem er í boði á markaðnum má sjá hér að neðan.

„Þetta er um­hverfis­vænni og fal­legri leið til að lýsa upp jólin,“ segir Freyr.

Markaðurinn verður opinn laugar­daginn 4. desember og sunnu­daginn 5. desember frá kl. 14:00 til 17:30. Nánari upp­lýsingar á við­burði á Face­book hér.

Fínustu jólakúlur og kransar verða í boði á markaðnum.
Mynd/Aðsend