Kaup­staður fast­eigna­sala ehf. hefur sett á lag­girnar nýjan val­kost í fast­eigna­við­skiptum sem gerir ein­stak­lingum, meðal annars, kleift að selja fast­eignir sínar milli­liða­laust á netinu með því að nýta hug­búnað sem fram­leiddur er af fyrir­tækinu Brenni­steini og kallast e­Casa. Það kemur fram í til­kynningu frá fast­eigna­sölunni en þar segir að kaup­endur geti gert milli­liða­laust til­boð í fast­eignina á netinu.

Kaup­staður fast­eigna­sala býður við­skipta­vinum að selja fast­eignir sínar í gegnum hug­búnaðinn fyrir fast verð, 99 þúsund ís­lenskrar krónur, en fram kemur í til­kynningu að einnig sé hægt að fá fast­eigna­sala fyrir­tækisins til að annast sölu gegn fyrir­fram skil­greindu verði sem þarf ekki að taka til­lit til kaup­verðs fast­eignarinnar.

„Við lítum á þetta sem á­huga­verða við­bót við markaðinn og erum stolt af því að taka þátt í þeirri spennandi veg­ferð sem felst í að sjálf­virkni­væða ferla við fast­eigna­sölu. Sem fast­eigna­sali tel ég að mér beri skylda til að taka þátt í þeirri þróun sem felst í sjálf­virkni­væðingu ferla og lág­marka með því kostnað fyrir selj­endur og kaup­endur, sam­hliða því að auka öryggi og draga úr villu­hættu þar sem upp­lýsingar sem nauð­syn­legar eru við fast­eigna­sölu eru sóttar beint í grunn. Við teljum rétt að okkar við­skipta­vinir njóti þess í lægri þóknun og bjóðum því þjónustu okkar á verði sem ekki hefur sést hér á Ís­landi í langan tíma,“ segir Hólm­fríður Kristjáns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Kaup­staðar fast­eigna­sölu ehf. Í til­kynningunni.

Af heimasíðu Kaupstaðar.
Skjáskot/Kaupstaður

Hún tekur fram að við­skipta­vinir geti fengið alla þá þjónustu sem þau vilja en einnig notið þess hag­ræðis sem felst í því að nýta hug­búnaðinn.

„Að sjálf­sögðu bjóðum við alla þá þjónustu sem við­skipta­vinir fast­eigna­sölunnar óska eftir í fast­eigna­við­skiptum, í flestum til­vikum einum mikil­vægustu við­skiptum í lífi bæði kaup­enda og selj­enda,“ segir Hólm­fríður.

Kaup­staður fast­eigna­sala ehf. er fyrsti aðilinn sem notar e­CASA hug­búnaðinn þar sem skjala­gerð er staf­ræn og byggir á þeim mögu­leikum sem hið opin­bera hefur boðið upp á í gegnum Staf­rænt Ís­land.

Hægt er að kynna sér málið betur hér á heima­síðu Kaup­staðar.