Aðilar í rekstri geta nú sótt um við­spyrnu­styrki út mars og lokunar­styrki út júní 2022. Al­þingi sam­þykkti í gær frum­vörp fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um fram­hald lokunar­styrkja og við­spyrnu­styrkja vegna kórónu­veirufar­aldursins.

Há­marks­fjár­hæð lokunar­styrkja verður hækkuð úr 260 milljörðum í 330 milljarða króna.

Þá felur fram­hald í lögum um við­spyrnu­styrki, sem hafa einkum nýst smærri rekstrar­aðilum, í sér á­fram­haldandi að­stoð til þeirra sem hafa orðið fyrir meira en 40 prósentu tekju­falli í almanaks­mánuði, miðað við sama mánuð árið 2019. Við­spyrnu­styrkir, sem tóku við af tekju­falls­styrkjum á sínum tíma, nema 90 prósent af rekstrar­kostnaði í mánuðinum en þó aldrei meira en 2,5 milljón króna.

Hugsunin að baki þessum fram­höldum er að styðja við aðila sem þurftu ný­verið að stöðva starf­semi sína tíma­bundið eða orðið fyrir um­tals­verðum tekju­missi vegna sótt­varna­ráð­stafana.

Þessi fram­höld bætast nú við CO­VID ráð­stafanir ríkisins sem námu alls 215 milljörðum króna árin 2020 og 2021.