Aðilar í rekstri geta nú sótt um viðspyrnustyrki út mars og lokunarstyrki út júní 2022. Alþingi samþykkti í gær frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra um framhald lokunarstyrkja og viðspyrnustyrkja vegna kórónuveirufaraldursins.
Hámarksfjárhæð lokunarstyrkja verður hækkuð úr 260 milljörðum í 330 milljarða króna.
Þá felur framhald í lögum um viðspyrnustyrki, sem hafa einkum nýst smærri rekstraraðilum, í sér áframhaldandi aðstoð til þeirra sem hafa orðið fyrir meira en 40 prósentu tekjufalli í almanaksmánuði, miðað við sama mánuð árið 2019. Viðspyrnustyrkir, sem tóku við af tekjufallsstyrkjum á sínum tíma, nema 90 prósent af rekstrarkostnaði í mánuðinum en þó aldrei meira en 2,5 milljón króna.
Hugsunin að baki þessum framhöldum er að styðja við aðila sem þurftu nýverið að stöðva starfsemi sína tímabundið eða orðið fyrir umtalsverðum tekjumissi vegna sóttvarnaráðstafana.
Þessi framhöld bætast nú við COVID ráðstafanir ríkisins sem námu alls 215 milljörðum króna árin 2020 og 2021.