Á næstu mánuðum munu not­endur Twitter geta breytt og lag­fært færslur sínar á Twitter en hingað til hefur það ekki verið hægt.

„Það er mjög mikið um það að fólk geri ein­hverjar klaufa­villur þegar það er að skrifa. Við gerum það öll þegar við erum í ein­hverjum sam­skiptum og þá er gott að hafa eitt­hvað smá tæki­færi til að laga það,“ segir Haraldur Þor­leifs­son og að þessari breytingu verði „rúllað út“ á Twitter á næstu mánuðum.

Haraldur er í við­tali á Frétta­vaktinni í gærkvöldi þar sem rætt var við hann um þetta og rampana sem Haraldur hefur unnið að því að koma upp víðsvegar um landið.

Þá segir Haraldur frá því að honum finnst það „merkilegur gjörningur“ að það sé alltaf fjallað um að hann skuli borga skattana sína.

Twitter keypti fyrir­tæki Haralds, Ueno, í byrjun síðasta árs en hann hefur haldið á­fram að starfa hjá þeim og unnið að þessum breytingum á miðlinum.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér á vef Hringbrautar. Hér að neðan má sjá stutta stiklu úr viðtalinu.