Gylfi Magnús­son, for­maður banka­ráðs Seðla­banka Ís­lands, svarar Hall­dóri Benja­mín, fram­kvæmda­stjóra SA, vegna um­mæli hans um gagn­rýni Gylfa á nýtt frum­varp sem ætlað er að ein­falda sam­keppnis­lög.

„Sjálf­sagt væri þægi­legra fyrir fá­keppnis­mógúla landsins að þessi banka­ráðs­for­maður segði sem minnst eða talaði kannski bara einu sinni á ári um árs­reikning bankans,“ skrifar Gylfi á Face­book síðu sína um um­mæli Hall­dórs.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í dag segir Hall­dór það ekki vera for­manni banka­ráðs Seðla­bankas sæmandi að lýsa af­stöðu sinni í málinu með þessum hætti. Gylfi gagn­rýndi frum­varpið harð­lega og sagði bar­áttuna ekki nýja af nálinni hjá hags­muna­aðilum.

„Mér þykir ó­gæti­legt að for­maðurinn snúi útúr til­lögum ráðu­neytis og geri aðilum upp annar­lega hvata við að að­laga ís­lenska lög­gjöf að nor­rænni og evrópskri fyrir­mynd,“ segir Hall­dór meðal annars.

Í frum­varpinu er meðal annars lagt til að af­nema heimild Sam­keppnis­eftir­litsins til að á­frýja niður­stöðum á­frýjunar­nefndar til dóm­stóla. Þá er einnig ráð­gert að af­nema heimild stofnunarinnar til í­hlutunar í starf­semi fyrir­tækja sem ekki hafa gerst brot­leg við sam­keppnis­lög.

Í færslu sinni vegna um­æla Hall­dórs segir Gylfi eins og áður segir að það væri „þægi­legra fyrir fá­keppnis­mógúla landsins“ að hann segði sem minnst.

„Enda hætt við að á hann sé hlustað eins og fram­kvæmda­stjórinn bendir á. Fram­kvæmda­stjóranum til hugar­hægðar skal þó tekið fram að hér talaði for­maðurinn frekar í krafti þess að hafa verið á árum áður for­maður stjórnar Sam­keppnis­eftir­litsins og ráð­herra sam­keppnis­mála og hafa skrifað um þau mál sem há­skóla­kennari og numið þau fræði sem há­skóla­nemi,“ skrifar Gylfi og segist því hafa á­gætis þekkingu á sam­keppnis­málum.

„Hefur for­maðurinn því á­gæta þekkingu á sam­keppnis­málum, m.a. skilning á draum­förum mó­gúla og mar­tröðum neyt­enda. En for­maðurinn bíður jafn­spenntur eftir þessum skýringum sem von virðist á og fram­kvæmda­stjórinn.“