Innlent

Gylfi kominn með nóg og segir H&M snúa út úr

​Gylfi Magnús­son, dósent við við­skipta­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, hafnar mál­flutningi fram­kvæmda­stjóra H&M á Ís­landi um að vöruverð fata­keðjunnar hér á landi sé ekki hærra en í öðrum löndum.

Gylfi Magnússon segir að enginn Íslendingur með snefil af sjálfsvirðingu ætti að fara inn í H&M á Íslandi.

Gylfi Magnús­son, dósent við við­skipta­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, hafnar mál­flutningi fram­kvæmda­stjóra H&M á Ís­landi sem segir að vöruverð fata­keðjunnar hér á landi sé ekki hærra en í öðrum löndum. 

Dirk Roennefa­hrt, framkvæmdastjóri keðjunnar hér á landi og í Noregi, svaraði full­yrðingum Þor­steins Sæ­munds­sonar, þing­manns Mið­flokksins, í sam­tali við Vísi í grein sem birt var í kvöld. Þar sagði hann það ekki vera rétt hjá Þor­steini að H&M á Ís­landi væri dýrara en í öðrum löndum. 

Þor­steinn full­yrti að verðið væri yfir­leitt um 30 prósentum hærra á Ís­landi en á Norður­löndunum er hann var gestur í hlað­varps­þættinum N-ið um neyt­enda­mál.

„Það sem ég get sagt er að mark­mið okkar er að bjóða tísku og gæði á besta verðinu á sjálf­bæran hátt og við viljum vera sam­keppnis­fær á öllum mörkuðum þar sem við störfum. Við gerum verðkannanir í hverju landi þar sem við erum oftar en einu sinni á ári til að tryggja að við séum sam­keppnis­hæf,“ var haft eftir Roennefa­hrt í grein Vísis.

Gylfi var ekki lengi að svara fram­kvæmda­stjóranum í færslu á Face­book í kvöld. 

Hinn þýski Dirk Roennefahrt klippti á borðann þegar þriðja verslun H&M á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag.

„Því­lík ó­skamm­feilni! H&M er miklu dýrara hér en í Noregi, það blasir við á verð­miðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó lík­lega það dýrasta utan Ís­lands. Þessi þýski lands­stjóri segir að verslana­keðjan geri verðkannanir reglu­lega á Ís­landi til að sjá hvort þeir eru sam­keppnis­hæfir,“ skrifaði Gylfi. 

Hann bætti við að um hreinan út­úr­snúning væri að ræða „ enda ekki það sem spurt er um heldur hvers vegna þeir okra sér­stak­lega á Ís­lendingum um­fram aðra“. 

„Enginn Ís­lendingur með snefil af sjálfs­virðingu ætti að stíga fæti inn í þessar sjoppur hér­lendis,“ skrifaði harð­orður Gylfi að lokum. 

H&M rekur þrjár verslanir á Ís­landi. Ein er í Smára­lind, önnur í Kringlunni en sú þriðja opnaði á föstu­dag þegar Hafnar­torg var vígt. Þar er að finna H&M Home deild þar sem hægt verður að versla hús­búnaðar­vörur frá fata­keðjunni risa­stóru.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi

Lífið

Fjöldi beið eftir opnun H&M við Hafnartorg

Innlent

Fé­lags­bú­staðir gefa út sam­fé­lags­skulda­bréf

Auglýsing

Nýjast

Sumir telji að Icelandair sitji eitt að markaðnum

Krist­rún Tinna ráðin til Ís­lands­banka

Við­ræðurnar loka­til­raun til að bjarga WOW

Icelandair Group hækkar um meira en fjórðung

Icelandair Group hefur viðræður við WOW air

Tekjur Isavia jukust um tíu prósent á milli ára

Auglýsing