Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fundi sínum í morgun að ráða Gunnar Tryggvason sem hafnarstjóra Faxaflóahafna.

Stjórnin byggði ákvörðun sína á tillögu ráðgefandi hæfnisnefndar sem mælti einróma með ráðningu Gunnars í stöðuna.

Gunnar hefur unnið hjá Faxaflóahafnir í þrjú ár og segist hlakka mjög til að takast á við þetta starf. Hann mun leggja megináherslu á umhverfisáætlun fyrirtækisins og góða nýtingu fjármuna.

„Ég hlakka mjög til og er umfram allt bara spenntur, þakklátur og auðmjúkur fyrir þetta tækifæri,“ segir Gunnar.