Innlent

Guð­mundur vill verða formaður Neyt­enda­sam­takanna

Fyrrum for­maður Land­verndar býður sig fram til formanns Neyt­enda­sam­takanna.

Guðmundur leggur m.a. áherslu á að banna starfsemi smálánafyrirtækja. Mynd/ Aðsend

Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Neytendasamtakanna.

Guðmundur hefur áður setið í stjórn Neytendasamtakanna frá árinu 2012 til 2014. Á þeim tíma sat hann í starfshóp samtakanna um matvæli, umhverfismál og siðræna neyslu og átti virkan þátt í baráttu samtakanna við að fá norræna hollustumerkið Skráargatið viðurkennt á Íslandi.

Guðmundur var kjörinn formaður Landverndar árið 2011 og gengdi stöðunni í fjögur ár. „Sem formaður Landverndar lagði ég ríka áherslu á aukið samstarf við önnur félög og samtök og það skilaði sér m.a. í breiðri samtöðu íslenskra náttúruverndarsamtaka í Grænu göngunni 2013 og í hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ segir í tilkynningu Guðmundar.

Meðal þess sem Guðmundur ætlar að leggja áherslu á, verði hann kjörinn formaður Neytendasamtakanna, er andstaða við hækkun á neyslusköttum, vandaða umfjöllun um kosti og galla netviðskipta og stöðvun á starfsemi smálánafyrirtækja.

Þing Neytendasamtakanna fer fram 27. október næstkomandi. Tilkynning Guðmundar má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Skotsilfur Markaðarins: Loksins, loksins

Innlent

Þrjú fasteignafélög hækkkuðu í dag

Erlent

Net­flix sefar á­hyggjur sjón­varpssukkara

Auglýsing

Nýjast

Tekjuhæsti árshelmingurinn í sögu Landsvirkjunar

Nýti ákvæði um að hærri fasteignagjöld hækki leiguverð

Reginn hækkar um 5 prósent eftir uppgjör

Íslandsbanki spáir óbreyttum stýrivöxtum

Halli vöruviðskipta jókst um 63 prósent á milli ára

Margrét nýr forstjóri Nova

Auglýsing