Sjón­varps­maðurinn og fót­bolta­lýsandinn Guð­mundur Bene­dikts­son deilir því á Twitter síðunni sinni að til standi að opna bar sem mun heita í höfuðið á honum í færslu sem sjá má hér að neðan. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti að opna barinn 9. ágúst samhliða sýningu á enska boltanum en ekki er víst hvort það takist.

Með færslunni lætur hann ein­fald­lega fylgja orðin „Soon,“ eða „bráðum“ og því ekki ljóst hvar ná­kvæm­lega um­ræddur bar verður til húsa. At­hafna­maðurinn Geof­frey Thor Huntingdon-Willi­ams, sem meðal annars sér um rekstur Priksins, vísar í færslu Gumma og full­yrðir að staðurinn verði þar sem skemmti­staðurinn Húrra er nú til húsa.

Sá staður var fyrr á árinu keyptur af at­hafna­mönnunum Andrési Þór Björns­syni og Ómari Ingi­mars­syni, en þeir reka einnig írska barinn Drunk Rabbit sem stað­settur er í Austur­strætinu.

Gummi vildi ekki veita Frétta­blaðinu við­tal vegna málsins að svo stöddu.