Innlent

Gullöldin heldur rekstrarleyfinu

Hæsti­réttur stað­festi í dag dóm Héraðs­dóms Reykja­víkur um að rekstrar­leyfi hverfis­barsins Gull­aldarinnar í Grafar­vogi yrði ekki aftur­kallað.

Gullöldin er við Hverafold í Grafarvogi. Mynd/Ja.is

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að rekstrarleyfi hverfisbarsins Gullaldarinnar í Grafarvogi yrði ekki afturkallað.

Maður sem býr á 3. hæð í sama húsi og Gullöldin er staðsett hafði farið fram á að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um að veita staðnum áframhaldandi rekstrarleyfi.

Sagði maðurinn að aðstandendur Gullaldarinnar hefðu sótt of seint um endurnýjun leyfisins og með þeim rökum að nýtt aðalskipulag borgarinnar hafi verið samþykkt fyrir árin 2010 til 2030. Maðurinn sagði að veitingarekstur staðarins hafi valdið sér verulegu ónæði í gegnum tíðina.

Í dómi Hæstaréttar og héraðsdóms segir að Gullöldin hafi ekki sótt um breytingu á aðalskipulagi heldur áframhaldandi rekstrarleyfi. Að sama skapi var ekki fallist á að staðurinn hafi sótt of seint um rekstrarleyfi.

Gullöldin er hverfisbar í Grafarvogi sem býður upp á mat, drykki, lifandi tónlist og sýnir frá íþróttaviðburðum.

Dóm Hæstaréttar og héraðsdóm má lesa hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sam­einar ást á Ís­landi og vín­gerð á Vest­fjörðum

Innlent

Sérbýli ekki hækkað meira síðan í mars 2017

Innlent

KG Fiskverkun í hóp stærstu hluthafa HB Granda

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Bankar loka fyrr vegna lands­leiksins

Innlent

Bandarískur sjóður í hóp stærstu hluthafa Marels

Erlent

Elon Musk æfur út í starfs­mann Tesla

Innlent

Alþjóðlegur banki kaupir Beringer Finance

Bandaríkin

Trump hótar frekari tolla­lagningu á Kína

Innlent

Ísland hækkar á lista stafrænnar samkeppnishæfni

Auglýsing