Guð­rún Óla Jóns­dóttir hefur verið ráðin rit­stjóri tíma­ritsins Vikunnar sem gefið er út af Birtíngi.

Guð­rún þekkir vel til á miðlinum því hún hefur starfað sem blaða­maður þar frá árinu 2018. Áður var hún blaða­maður á sunnu­dags­blaði Morgun­blaðsins og Morgun­blaðinu auk þess sem hún las fréttir á K100.

Í til­kynningu frá Birtíngi kemur fram að Guð­rún hafi lokið meistara­námi í blaða- og frétta­mennsku frá Há­skóla Ís­lands árið 2014 og þá er hún með B.Ed.-gráðu í ís­lensku­kennslu. Guð­rún Óla hefur einnig getið sér gott orð sem söng­kona.

„Ég er þakk­lát fyrir tæki­færið og traustið sem mér er sýnt hjá Birtíngi og hlakka til að halda á­fram þeirri góðu veg­ferð sem Vikan, elsta tíma­rit landsins, hefur verið á. Það er gott, en ekki síður mikil­vægt að tíma­rita­út­gáfa lognist ekki út af þrátt fyrir allar þær breytingar sem hafa átt sér stað í hröðu nú­tíma­sam­fé­lagi. Við hjá Birtíngi höfum verið í staf­rænni upp­byggingu sem við munum halda á­fram með og það eru spennandi tímar fram­undan, en það er samt fátt sem jafnast á við að fletta tíma­riti yfir góðum kaffi­bolla,“ nýr rit­stjóri Vikunnar í til­kynningu, Guð­rún Óla Jóns­dóttir.