Guðmundur Oddur Eiríksson hefur verið ráðinn sérfræðingur í fjárfestingum hjá VÍS. Guðmundur Oddur lauk viðskiptafræði (BSc.) frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018 sem og löggildingu í verðbréfamiðlun árið 2019, segir í tilkynningu.

Síðast starfaði hann í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance. Guðmundur Oddur hefur einnig starfað í eignastýringu hjá Arion banka sem og sinnt kennslu dæmatíma við Háskólann í Reykjavík.

Guðmundur Oddur Eiríksson.

Guðmundur Oddur hefur þegar hafið störf.