TourDesk hefur ráðið Guðmund F. Magnússon í markaðsdeild félagsins og mun hann leiða markaðsvinnu þess á erlendum mörkuðum. Hann mun einnig vinna að markaðsmálum fyrir móðurfélag TourDesk, MD Reykjavík, sem gefur meðal annars út tímaritin Iceland Review og What‘s On in Reykjavík.

Guðmundur er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist með mastersgráðu í alþjóðsamskiptum frá Álaborgarháskóla.

Áður fyrr starfaði Guðmundur hjá stafrænu auglýsingastofunum Crealytics og Blackwood Seven í Þýskalandi og The Engine á Íslandi. Hann kemur til TourDesk frá auglýsingastofunni Sahara, þar sem hann stýrði meðal annars Google herferðum ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á borð við Krauma, Hótel Keflavík og Safari Quads. BYKO, 66°Norður og Lauf Cycling hafa einnig notið góðs af störfum Guðmundar.

„Við hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni og áskoranir þar sem reynsla og þekking Guðmundar mun nýtast vel."

Hjörtur Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri TourDesk segist virkilega ánægður að fá Guðmund í TourDesk liðið. „Hann mun gegna lykilhlutverki í því að auka sýnileika félagsins á erlendum mörkuðum, og við hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni og áskoranir þar sem reynsla og þekking Guðmundar mun nýtast vel,“ segir Hjörtur.

TourDesk er íslenskur hugbúnaður sem einfaldar sölu á dagsferðum og afþreyingu til ferðamanna og hyggja stjórnendur á sókn á erlenda markaði á næstu misserum.