Guð­mundur A. Birgis­son, oftast kallaður Guð­mundur á Núpum, hefur nú verið lýstur gjald­þrota rúmum tveimur mánuðum eftir að hann var dæmdur til tveggja ára skil­orðs­bundins dóms í Héraðs­dómi Suður­lands fyrir 300 milljóna króna skilasvik og peninga­þvætti.

Guð­mundur játaði brot sín fyrir dómi og kemur fram í dóminum að vegna „skýlausrar játningar“ hans og veru­legs dráttar á málinu í með­ferð á rann­sóknar­stigi hafi dómara þótt tvö ár skil­orðs­bundin hæfi­leg refsing. Guð­mundur var þó dæmdur til að greiða sakar­kostnað sem var um 800 þúsund krónur.

Greint er frá gjald­þroti Guð­mundar í Lög­birtinga­blaðinu í dag. Ekki er um að ræða fyrsta gjald­þrot Guð­mundar en hann varð áður gjald­þrota árið 2013.

Í frétt um málið frá 2014 á mbl.is segir að Guð­mundur hafi verið mjög um­svifa­mikill í ís­lensku at­vinnu­lífi fyrir og um hrun. Hann var, sem dæmi, hlut­hafi í Slátur­fé­lagi Suður­lands, HB Granda, Hótel Borg og fleiri fé­lögum.