Fyrirtækið BPO hefur fengið til tvo nýja liðs­menn til starfa, tvíburarnir Guð­mar Guð­laugs­son og Hreimur Guð­laugs­son.

BPO inn­heimta er fjár­tækni­fyrir­tæki sem vinnur með fyrir­tækjum við að auka lausa­fjár­stöðu þeirra.

Hreimur og Guð­mar luku há­skóla­námi í júní á síðasta ári við við­skipta-og markaðs­fræði við Business A­cademy í Dan­mörku. Sem hluti af náminu fóru þeir til Kanada í starfs­nám hjá fjár­tækni­fyrir­tækinu EP Financial Inc. þar sem þeir unnu meðal annars við vöru- og markaðs­þróun á nýjum vörum.

Guð­mar hóf störf í júlí síðast­liðin og mun hann stýra stöðu við­skipta­stjóra. Hann mun þar að auki koma til með að stýra sölu- og vöru­þróun.

Hreimur hóf einnig störf í júlí á síðasta ári og mun hann stýra þjónustu- og markaðs­málum fyrir­tækisins.