Fyrirtækið BPO hefur fengið til tvo nýja liðsmenn til starfa, tvíburarnir Guðmar Guðlaugsson og Hreimur Guðlaugsson.
BPO innheimta er fjártæknifyrirtæki sem vinnur með fyrirtækjum við að auka lausafjárstöðu þeirra.
Hreimur og Guðmar luku háskólanámi í júní á síðasta ári við viðskipta-og markaðsfræði við Business Academy í Danmörku. Sem hluti af náminu fóru þeir til Kanada í starfsnám hjá fjártæknifyrirtækinu EP Financial Inc. þar sem þeir unnu meðal annars við vöru- og markaðsþróun á nýjum vörum.
Guðmar hóf störf í júlí síðastliðin og mun hann stýra stöðu viðskiptastjóra. Hann mun þar að auki koma til með að stýra sölu- og vöruþróun.
Hreimur hóf einnig störf í júlí á síðasta ári og mun hann stýra þjónustu- og markaðsmálum fyrirtækisins.