Guðjón Karl Reynisson verður áfram formaður stjórnar Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir varaformaður stjórnar. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi nýrrar stjórnar sem lauk fyrir skömmu.

Guðjón sagði í samtali Markaðinn að það hafi ekki verið neinn ágreiningur á fundinum þegar ný stjórn skipti með sér verkum.

„Það var ánægjulegt að sjá hvað Margrét fékk mikinn stuðning hluthafa en þetta var niðurstaðan að ég verði áfram formaður,“ segir Guðjón og bætir við að nú taki við það verkefni að auglýsa eftir nýjum forstjóra og leiðtoga fyrir félagið.

Guðjón segir jafnframt að hann telji það ekki endurspegla vantraust á fyrri stjórn að til þessa fundar hafi verið boðað. „Stuðingur við okkur fimm sem nú skipum stjórnina var afdráttarlaus.“