Innlent

Guð­björg ráðin fram­kvæmda­stjóri Marel á Ís­landi

Breytingarnar marka jafnframt aukna áherslu á vöruþróun og nýsköpun í öllu starfi Marel á Íslandi.

Guðbjörg tekur við starfinu af Nótt Thorberg sem nú kveður Marel. Fréttablaðið/EPA

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. Breytingarnar marka jafnframt aukna áherslu á vöruþróun og nýsköpun í öllu starfi Marel á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Guðbjörg tekur við starfinu af Nótt Thorberg sem nú kveður Marel. Marel þakkar Nótt fyrir sitt framlag í þágu félagsins og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

Guðbjörg hefur víðtæka reynslu af stjórnun, vöruþróun og nýsköpun en undanfarin tvö ár hefur hún stýrt vöruþróunarstarfsemi félagsins á Íslandi og Bretlandi. Einnig starfaði Guðbjörg sem verkefnastjóri í vöruþróun fiskvinnslubúnaðar þar sem hún leiddi eitt stærsta vöruþróunarverkefni Marel undanfarin ár, FleXicut vatnskurðarlausnina sem hefur umbylt hvítfiskvinnslu á heimsvísu.

Guðbjörg mun leiða starfsemi Marel á Íslandi í samstarfi við iðnaði og alþjóðleg stoðsvið félagsins samhliða því sem hún mun áfram stýra vöruþróun á Íslandi.


„Miðað við stöðuna í dag þá eru allar líkur á að eftir þrjá áratugi verður heildarfjöldi mannkyns 10 milljarðar og spurn eftir matvælum mun aukast um 50% á næstu 10 árum. Við stöndum því frammi fyrir því úrlausnarefni að vinna matvæli án þess að ganga á þverrandi auðlindir jarðarinnar. Matvæli þurfa að vera örugg, rekjanleg og framleidd með sjálfbærum og skilvirkum hætti. Þetta úrlausnarefni verður ekki leyst án nýsköpunar og vöruþróunar og það erum við í Marel að gera,“ segir Guðbjörg Heiða í tilkynningunni.

Guðbjörg er 38 ára gömul og er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur starfað hjá Marel frá árinu 2011 en áður starfaði hún við greiningu hjá Eyri Invest. Hún á tvær dætur, 2 ára og 12 ára.

Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.600 manns í sex heimsálfum, þar af um 600 á Íslandi.

 

 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hlutafé Þingvangs aukið með sameiningu félaga

Innlent

Meta virði Marels 40 prósentum yfir markaðsgengi

Innlent

Citi ráðgjafi við sölu á Valitor

Auglýsing

Nýjast

Andri Már í skot­línu endur­skoðenda

Þýskur banki í hóp stærstu hlut­hafa Arion banka

Ís­lands­banki hafnaði sátta­til­boði Gamla Byrs

Nýr vefur fyrir viðskiptalífið og stærri Markaður

Skulda­bréfa­eig­endur WOW fá 20 prósenta aukagreiðslu

Krónan veikst um meira en 2 prósent gagnvart pundinu

Auglýsing